fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Fréttir

Refsing þyngd yfir Inga Páli Bollasyni sem réðst á fjögurra ára gamalt barn – „Mér þykir þetta ótrúlega vægur dómur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 21. febrúar 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur þyngdi í dag refsingu yfir Inga Páli Bollasyni sem árið 2017 opnaði dyr á bíl rétt hjá Hlemmtorgi og veitti fjögurra ára dreng sem sat í bílnum áverka. Héraðsdómur hafði dæmt Inga Pál í fjögurra mánaða mánaða fangelsi en Landsréttur þyngdi dóminn yfir honum í fimm mánuði.  Ingi Páll er fæddur árið 1991.

DV greindi frá málinu árið 2017 og ræddi við ömmu drengsins. Þar segir meðal annars:

 

„Þeir voru bara þarna á götunni og sá sem réðist að henni í einhverju annarlegu ástandi og hún sá að hverju stefndi og læsti bílnum en þá var hann búin að opna dyrnar hjá barninu. Gerist allt svo hratt,“ segir amma barnsins sem varð fyrir óhugnanlegri árás á gatnamótum Snorrabrautar og Laugavegs um sex-leytið í gærdag, í stuttu spjalli við DV.

Móðir drengsins sat undir stýri og sá hún blóðugt andlit sonar síns í baksýnisspeglinum. Annar maður var með Inga Páli er hann braust inn í bílinn og réðst á barnið en hann hafði sig ekki í frammi né beitti ofbeldi.

Amma drengsins var afar ósátt við dóm héraðsdóms í málinu enda um að ræða alvarlega líkamsárás á lítið barn. Ólíklegt er að hún verði mikið ánægðari með dóm Landsréttar sem bætir einum mánuði við refsinguna. Eftir að dómur féll í héraði ræddi DV aftur við ömmuna:

„Mér þykir þetta ótrúlega vægur dómur og menn eru að fá mun harðari dóma fyrir vægari afbrot, það eru jafnvel dæmi um að fólk hafi verið dæmt í fangelsi fyrir að stela kjötlæri.“

Ítrekað skal að móðir drengsins þekkti mennina ekki neitt og innrásin í bílinn og árásin á barnið eru fullkomlega óskiljanlegir verknaðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Villi Birgis eys Kristján Loftsson lofi – „Það eru fleiri svona menn sem vantar í íslenskt samfélag“

Villi Birgis eys Kristján Loftsson lofi – „Það eru fleiri svona menn sem vantar í íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Fékk símann aldrei til baka úr viðgerð en var allt of seinn að gera eitthvað í því

Fékk símann aldrei til baka úr viðgerð en var allt of seinn að gera eitthvað í því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég hef ekkert sérstaklega vinsælar skoðanir en ég reyni að setja það í grínbúning“

„Ég hef ekkert sérstaklega vinsælar skoðanir en ég reyni að setja það í grínbúning“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun