fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Amma drengsins furðar sig á Héraðsdómi: Óskiljanlegt að maðurinn fái svona vægan dóm fyrir að misþyrma litlu barni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 17. desember 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amma lítils drengs sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás ókunnugs manns fyrir ári síðan er slegin yfir vægum dómi sem árásarmaðurinn hlaut. „Mér þykir þetta ótrúlega vægur dómur og menn eru að fá mun harðari dóma fyrir vægari afbrot, það eru jafnvel dæmi um að fólk hafi verið dæmt í fangelsi fyrir að stela kjötlæri,“ segir konan í samtali við DV en hún er á miðjum sextugsaldri.

Í nóvember í fyrra voru dóttir hennar og fimm ára sonarsonur á ferð í bíl eftir Laugavegi við Hlemm. Á gatnamótum Laugavegar og Snorrabrautar ruddist karlmaður inn í aftursæti bílsins og kýldi drenginn í andlitið. Í frétt DV um málið í fyrra sagði amman: „Þeir voru bara þarna á götunni og sá sem réðist að henni í einhverju annarlegu ástandi og hún sá að hverju stefndi og læsti bílnum en þá var hann búin að opna dyrnar hjá barninu. Gerist allt svo hratt.“

Konan þekkti manninn ekkert. Annar maður var með honum sem hafði sig ekki í frammi og reyndi ekki að ryðjast inn í bílinn. Báðir eru þeir taldir hafa verið í mikilli fíkniefnavímu.

Mæðginin lengi að jafna sig

Að sögn konunnar eru mæðginin enn ekki búin að jafna sig eftir áfallið þó að vissulega miði þar í rétta átt en móðirin hefur sótt sálfræðiaðstoð fyrir sig og barnið. Amman segir að drengurinn hafi oft fengið martraðir í kjölfar atburðarins og óvíst sé hve lengi og með hvaða langtímaafleiðingum atburðurinn muni fylgja honum út í lífið.

„Hann átti mjög erfitt með að ferðast með bíl lengi eftir þetta og dyrnar urðu alltaf að vera læstar. Hann skilur auðvitað ekki hvers vegna maðurinn gerði þetta við hann – enda skilur það enginn.“

Líkamsárás og brot á barnaverndarlögum

Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 4 desember. Hvorki árásarmaður né þolendur eru nafngreind í dómnum. Dóminn má sjá hér en í niðurstöðunni segir að ákærða sé „gefin að sök líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa beitt brotaþola ofbeldi með nánar tilgreindum hætti í aftursæti bifreiðar þann […] 2017.“

Við ákvörðun refsingar er tekið tillit til þess að maðurinn „hefur ekki áður sætt refsingu fyrir ofbeldisbrot eða ofbeldistengd brot.“ Enn fremur segir að það að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna leysi hann ekki undan ábyrgð á verknaðinum. Hins vegar hafi ásetningur hans verið „þokukenndur“ vegna vímunnar. Er maðurinn dæmdur í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi og til greiðslu miskabóta til barnsins, 400.000 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“