fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

ESB flytur íslenska fjölskyldu aftur til Íslands vegna kórónuveirunnar – Fjölskyldan hefur dvalið í Wuhan-borg

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 17:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugvél á vegum Evrópusambandsins mun flytja þriggja manna íslenska fjölskyldu til landsins á næstunni. Fjölskyldan hefur dvalið í Wuhan borg í Kína þar sem kórónaveiran COVID-19 veiran kom upp. RÚV greinir frá þessu.

Í dag var gefin út stöðuskýrsla Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra en þar kemur fram að íslensk stjórnvöld séu að vinna að því að koma fjölskyldunni í flugferðina. Þá segir einnig í skýrslunni að enginn í fjölskyldunni sé með einkenni COVID-19 veirunnar.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þetta sé eina leiðin fyrir fjölskylduna til þess að komast frá Wuhan-borg þar sem búið er að loka fyrir allar samgöngur til og frá borginni.

75.755  smit eru staðfest á heimsvísu þegar þetta er skrifað en af þeim hafa 2.130 manns látist en 16.882 hafa náð sér. Afgerandi meirihluti smitana hefur komið upp í Kína. Samkvæmt stöðuskýrslunni hefur nýjum tilfellum fækkað undanfarna daga en helsta fjölgunin hefur verið í skemmtiferðaskipum við strendur Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Stefán segir niðurstöðu Götunafnanefndar óheppilega – „Þetta er örnefnaklám og það vill enginn sjá!“

Stefán segir niðurstöðu Götunafnanefndar óheppilega – „Þetta er örnefnaklám og það vill enginn sjá!“