fbpx
Miðvikudagur 03.desember 2025
Fréttir

Daníel dæmdur fyrir ofbeldi gegn vinnufélaga – Sauð upp úr hjá Kynnisferðum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 18:00

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur fann í dag Daniel Gidea sekan um líkamsárás gegn vinnufélaga sínum haustið 2017, fyrir utan húsnæði Kynnisferða að Klettagörðum 12 í Reykjavík.

Daniel var bílstjóri hjá Kynnisferðum og forsaga árásarinnar er sú að hann kom með vinnubílinn á verkstæði Kynnisferðarþar sem vinnufélagi hans starfaði. Stuðarinn hafði losnað af bílnum hjá Daniel og sakaði vinnufélaginn hann um að vera lélegan bílstjóra. Kom til harðra orðaskipta milli mannanna og upp úr þeim handalögmála.

Samkvæmt læknisvottorði var þolandi árásarinnar með bólgu vinsta megin í andliti og glóðarauga undir vinstra auga. Dálítið blóð seytlaði úr vinstri nös en annað amað ekki að honum.

Daniel neitaði sök og sagði áverkana hafa verið veitta í sjálfsvörn. Hann viðurkenndi þó að báðir aðilar hefðu átt að hegða sér með öðrum hætti þetta kvöld. Hann bar einnig fyrir sig að hafa verið undir miklu vinnuálagi sem hafði áhrif á dómgreind hans.

Það var mat dómsins að réttmætri og hóflegri sjálfsvörn hefði ekki verið beitt þarna og var Daniel fundinn sekur um líkamsárás. Hann var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða þolandanum ríflega 600 þúsund krónur í skaðabætur. Þá var hann dæmdur til að greiða málskostnað upp á samtals  nokkuð á aðra milljón króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrannar Markússon dæmdur fyrir rán á hraðbanka og aðild að Hamraborgarmálinu

Hrannar Markússon dæmdur fyrir rán á hraðbanka og aðild að Hamraborgarmálinu
Fréttir
Í gær

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“
Fréttir
Í gær

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin
Fréttir
Í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær