fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Svaf fyrir utan ísbúð með sprautu við hliðina

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 16. febrúar 2020 08:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona í annarlegu ástandi var handtekin við ísbúð í miðbænum síðdegis í gær.  Konan var sofandi framan við ísbúðina með notaða sprautu sér við hlið.  Konan var færð á lögreglustöð og vistuð sökum ástands síns í fangageymslu lögreglu.  Við vistun fundust ætluð fíkniefni hjá konunni.

Þetta kemur fram í Dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir einnig frá því að um fjögurleytið síðdegis í gær voru höfð afskipti af manni á veitingahúsi í miðbænum. Hafði maðurinn fengið veitingar og ekki greitt reikninginn. Var hann kærður fyrir fjársvik.

Um svipað leyti í gær var tilkynnt um umferðaróhapp við Barónsstíg. Ekið var á ljósastaur. Ökumaðurinn hljóp af vettvangi en var handtekinn skömmu síðar. Er hann grunaður um ölvun við akstur og var látinn laus að lokinni sýnatöku og skýrslugjöf.

Um fimmleytið í gær var tilkynnt um innbrot í leikskóla í Hafnarfirði. Var rúða brotin og farið inn. Ekki er vitað hvort einhverju var stolið

Í nótt voru mörg útköll vegna ölvunar og partýhávaða, segir enn fremur í dagbókinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Líkt og 6,7 milljónir bíla væru teknir úr umferð í heilt ár 

Líkt og 6,7 milljónir bíla væru teknir úr umferð í heilt ár 
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Stefán undrast stríðsæsing í tali íslenskra ráðamanna – „Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur“

Stefán undrast stríðsæsing í tali íslenskra ráðamanna – „Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur“
Fréttir
Í gær

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fréttir
Í gær

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“

Ólína verulega ósátt við athugasemdir frá Akureyri – „Það vekur furðu að verða vitni að annarri eins þröngsýni“