fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fréttir

Svaf fyrir utan ísbúð með sprautu við hliðina

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 16. febrúar 2020 08:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona í annarlegu ástandi var handtekin við ísbúð í miðbænum síðdegis í gær.  Konan var sofandi framan við ísbúðina með notaða sprautu sér við hlið.  Konan var færð á lögreglustöð og vistuð sökum ástands síns í fangageymslu lögreglu.  Við vistun fundust ætluð fíkniefni hjá konunni.

Þetta kemur fram í Dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir einnig frá því að um fjögurleytið síðdegis í gær voru höfð afskipti af manni á veitingahúsi í miðbænum. Hafði maðurinn fengið veitingar og ekki greitt reikninginn. Var hann kærður fyrir fjársvik.

Um svipað leyti í gær var tilkynnt um umferðaróhapp við Barónsstíg. Ekið var á ljósastaur. Ökumaðurinn hljóp af vettvangi en var handtekinn skömmu síðar. Er hann grunaður um ölvun við akstur og var látinn laus að lokinni sýnatöku og skýrslugjöf.

Um fimmleytið í gær var tilkynnt um innbrot í leikskóla í Hafnarfirði. Var rúða brotin og farið inn. Ekki er vitað hvort einhverju var stolið

Í nótt voru mörg útköll vegna ölvunar og partýhávaða, segir enn fremur í dagbókinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sólveig Anna hlær að umfjöllun RÚV – „You couldn’t make this up“

Sólveig Anna hlær að umfjöllun RÚV – „You couldn’t make this up“
Fréttir
Í gær

Smiður með varanlega örorku eftir að hafa starfað í myglu á Sólheimum og fær rúmlega 38 milljónir í bætur

Smiður með varanlega örorku eftir að hafa starfað í myglu á Sólheimum og fær rúmlega 38 milljónir í bætur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skipulagsbreytingar hjá Klöppum

Skipulagsbreytingar hjá Klöppum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma