fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Fyrirtæki sendir íslenskum ungabörnum óumbeðinn póst – „Þetta fékk ég sent í pósti í morgun“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta fékk ég sent í pósti í morgun,“ segir Dagur nokkur á Twitter síðu sinni en meðfylgjandi er mynd af markpósti frá bleyjuframleiðandanum Libero. „Eru semsagt markaðsfyrirtæki að skrapa saman kennitölum nýfæddra barna úr þjóðskrá og hafa svo uppá foreldrum til að senda þeim óumbeðið markaðsefni þó maður sé með rauðmerktan póstkassa? Er þetta ekki full langt gengið?“

„Þetta er það ÖMURLEGASTA við að eignast barn!“ segir þá Silja nokkur og segist verða svo reið og pirruð „í hvert einasta fokking skipti“ sem hún fær „eitthvað fokking drasl“ sent heim handa barninu sínu.

Auður Kolbrá lögfræðingur lenti í þessu á sínum tíma. „Ég trompaðist þegar ég lenti í þessu fyrir tæpum tveimur árum,“ segir Auður en þá fór umræða um málið af stað eftir að RÚV fjallaði um málið.

Í athugasemdum við tíst Dags veltir fólk því einnig fyrir sér hvaðan þessar upplýsingar um ungabörnin koma. Guðfinna nokkur segist vita hvaðan upplýsingarnar koma en systir hennar spurði fyrirtækið út í málið. „Upplýsingarnar eru fengnar frá Þjóðskrá Íslands. Listar eru keyptir af Póstinum sem sendir síðan út á alla foreldra barna á ákveðnum aldri, sem eru ekki bannmerktir í Þjóðskrá. Við vonum að þú njótir sendingarinnar,“ sagði í svarinu frá fyrirtækinu. „Undarlegt að ríkisstarsmenn séu að selja fyrirtækjum þessar upplýsingar,“ segir Heimir nokkur í kjölfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Móðir glímir við varanlegan skaða eftir mistök í fæðingu á Landspítalanum

Móðir glímir við varanlegan skaða eftir mistök í fæðingu á Landspítalanum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Amnesty lýsir yfir áhyggjum af máli Anítu sem hefur setið gæsluvarðhaldi síðan í byrjun september

Amnesty lýsir yfir áhyggjum af máli Anítu sem hefur setið gæsluvarðhaldi síðan í byrjun september
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jabra Evlove2 85 vinsælustu vinnuheyrnartólin 2025

Jabra Evlove2 85 vinsælustu vinnuheyrnartólin 2025
Fréttir
Í gær

Umdeildasta trúfélag landsins heyrir sögunni til

Umdeildasta trúfélag landsins heyrir sögunni til
Fréttir
Í gær

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa
Fréttir
Í gær

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“
Fréttir
Í gær

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi
Fréttir
Í gær

Elmar fékk þungan dóm

Elmar fékk þungan dóm