fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Eggert sagður hafa kjálkabrotið konu í sumarhúsi – „Ég er maðurinn sem feður ykkar vöruðu ykkur við“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært ungan mann að nafni Eggert Davíð Jóhannsson fyrir tvö meint brot. Annars vegar er hann sagður hafa ráðist með ofbeldi á unga konu í sumarhúsi hér á landi, þann 20. apríl 2019, ýtt við henni og slegið hana með krepptum hnefa í andlit með þeim afleiðingum að hún hlaut þverbrot í hægri kjálka.

Hins vegar er Eggert gefið að sök að hafa stolið gullkeðju að verðmæti 390.000 krónur úr skartgripaverslun Jóns og Óskars í Kringlunni í Reykjavík. Það atvik á að hafa átt sér stað 7. apríl 2019.

Gerð er krafa um að Eggert verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd konunnar sem Eggert er sakaður um að hafa kjálkabrotið er gerð skaða- og miskabótakrafa upp á tvær milljónir króna.

Fyrirtaka verður í málinu við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 24. febrúar.

Að sjálfsögðu er á þessu stigi máls ekki hægt að staðhæfa að Eggert hafi framið þessi afbrot, réttarhöldunum er ætlað að leiða það fram. En í ljósi ákærunnar eru kynningarorð Eggerts á Facebook-síðu hans fremur óheppileg. Þar segir einfaldlega í kynningu á manninum:

„Ég er maðurinn sem feður ykkar vöruðu ykkur við“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Conor McGregor hættir við forsetaframboð – Sá fram á rothögg

Conor McGregor hættir við forsetaframboð – Sá fram á rothögg