fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Hafsteinn var bráðkvaddur á Spáni – Nú þarf fjölskyldan hjálp við að koma honum heim

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 10. febrúar 2020 14:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafsteinn Kjartansson var bráðkvaddur aðfaranótt síðastliðins fimmtudags á Spáni en hann var einungis 51 árs að aldri. Nú þarf fjölskyldan hans á hjálp að halda við að koma honum heim.

Hafsteinn, eða Habbi eins og hann var kallaður, var í fríi á Spáni þegar hann lést skyndilega en þar var hann að sóla sig og njóta lífsins.

Elín Arna, vinkona Hafsteins, deildi færslu á Facebook-síðu sinni sem hefur vakið mikla athygli en þar minnist hún Hafsteins. „Þeir sem þekktu Habba vita hversu ljúfur og kærleiksríkur hann var, mikill barnakall og börn soguðust að honum. Það var gaman að honum og hann var alltaf tilbúin að hjálpa ef þess var óskað.“

Þar sem Hafsteinn lést á Spáni þá þarf að koma honum heim til Íslands. Elín ákvað því að hefja söfnun til að létta undir með hans nánustu. „Það er mjög kosnaðarsamt að senda hann heim til Íslands og öllu sem útförinni fylgir,“ segir Elín. „Þetta er að sjálfsögðu gert með velvild og þakklæti frá hans nánustu og reikningurinn er á nafni bróður hans, Steingríms Kjartanssonar.“

Styrktarreikningurinn:

Reikningsnúmer: 0143-26-11702
Kennitala: 290567-4759

DV hafði samband við aðstandendur Hafsteins vegna söfnunarinnar. Þeir vona að það náist að safna umfram það sem þarf svo hægt sé að gefa í gott málefni í nafni Hafsteins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi