fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Fréttir

Krabbameinið í Þórunni hefur tekið sig upp aftur – „Ég taldi þessari glímu lokið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 27. desember 2020 16:29

Þórunn Egilsdóttir. Mynd: Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur greint frá því í opinni færslu að krabbamein sem hún virtist læknuð af hefur tekið sig upp aftur. Hefur það greinst í lifrinni og að sögn Þórunnar er lifrin illa farin.

Þórunn var lögð inn á Sjúkrahús Akureyri þann 22. desember og lyfjameðferð hófst á annan í jólum. Svo sannarlega voru jólin hjá þingmanninum því öðruvísi en hún hafði ráðgert. Þórunn stendur þó keik og segist eiga góða að í baráttunni. Pistill hennar ljómar af hugrekki, skapstyrk og kímni. Hún kallar krabbameinið Boðflennuna og segir:

Ágætu vinir
Öllum að óvörum hefur Boðflennan skorað mig aftur á hólm. Ég taldi þessari glímu lokið. Hress og kát ætlaði ég að takast á við ögrand verkefni í vinnunni og njóta lífsins með fjölskyldunni.
Nú er ljóst að verkefnin verða öðruvísi en alltaf er ég með mína þéttu fjölskyldu og vini með mér. Fyrir það er ég óendanlega þakklát.
Landsmenn voru hvattir til að hafa jólin öðruvísi og það höfum við svo sannarlega gert. Við erum svolítið fyrir að taka þetta alla leið.
Þrátt fyrir veikindin og þessa óvæntu stöðu segist Þórunn hafa getað átt góðar stundir með fjölskyldu sinni um jólin. Hún leggur traust sitt á lækna Sjúkrahússins á Akureyri:
Ég var lögð inn á SAK 22. desember og dvel þar við einstaka umönnun hjá góðu fólki. Haukarnir hafa haldið til í íbúð á Akureyri þannig að við höfum getað átt indæl jól og verið öll saman.
Krabbameinið hefur stungið sér í lifrina og hún er illa farin. Lyfjameðferð hófst 26. desember.
Keik vil ég mæta þessu verkefni eins og öðrum. Læknunum treysti ég til að lækna mig og mitt er að sjá um að hafa hausinn rétt skrúfaðan og horfa fram á við.
Líklega mun ég segja fréttir af mér í Sérverkefni Þórunnar, FB hópi sem ég stofnaði í fyrra. Það sem þar kemur fram er ekki ætlað til birtingar/deilingar. Bið ég fólk að virða
það.
Farið vel með ykkur og njótið lífsins.

https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=3926844730693481&id=100001039797179

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilja nota veiðigjaldið til að bjarga menningarverðmætum

Vilja nota veiðigjaldið til að bjarga menningarverðmætum
Fréttir
Í gær

Varar Íslendinga við Trump

Varar Íslendinga við Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur matvælaverð þrefaldast út af Viðskiptaráði Íslands? – Hagfræðingur tætir í sig svarta skýrslu um svarta sauði

Hefur matvælaverð þrefaldast út af Viðskiptaráði Íslands? – Hagfræðingur tætir í sig svarta skýrslu um svarta sauði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja – Sonur hans tekur við

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja – Sonur hans tekur við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fá ekki að hafa svalalokanir eins og nágrannarnir

Fá ekki að hafa svalalokanir eins og nágrannarnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sala á Perlunni samþykkt – Greidd með 13 árlegum afborgunum og óljós ákvæði um mögulega frekari greiðslur

Sala á Perlunni samþykkt – Greidd með 13 árlegum afborgunum og óljós ákvæði um mögulega frekari greiðslur