fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Fréttir

Par handtekið á vettvangi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 26. desember 2020 07:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt var tilkynnt til lögreglu um innbrot í geymslur fjölbýlishúss í hverfi 105 í Reykjavík. Maður og kona voru handtekin á vettvangi, grunuð um innbrot og þjófnað. Voru þau bæði vistuð fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu.

Þetta kemur fram í Dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir einnig frá innbroti í veitingahús í sama hverfi, en löngu fyrr, eða um kl. 18 í gær. Spennt var upp útihurð og fór öryggiskerfi í gang er viðkomandi fór inn í húsið. Enginn var á vettvangi þegar lögregla kom og er ekki vitað hvort einhverju var stolið.

Miðað við færslur í dagbókinni var nokkuð um ölvunarakstur og akstur án réttinda í gærkvöld og nótt en annars virðist nóttin hafa verið róleg eins og vænta má á aðfaranótt annars í jólum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Mikil fjölgun umsókna rakin til myndbanda á samfélagsmiðlum

Mikil fjölgun umsókna rakin til myndbanda á samfélagsmiðlum
Fréttir
Í gær

Albert er feitasti ísbjörn í heimi – Tvær ástæður fyrir þyngd hans

Albert er feitasti ísbjörn í heimi – Tvær ástæður fyrir þyngd hans
Fréttir
Í gær

Leó páfi tekur fimmtán ára dreng í dýrlingatölu – „Gerið líf ykkar að meistaraverki“

Leó páfi tekur fimmtán ára dreng í dýrlingatölu – „Gerið líf ykkar að meistaraverki“
Fréttir
Í gær

Telja að „Járnfrúin“ hafi verið á einhverfurófi – Klaufaleg í samskiptum og tók orðatiltæki bókstaflega

Telja að „Járnfrúin“ hafi verið á einhverfurófi – Klaufaleg í samskiptum og tók orðatiltæki bókstaflega
Fréttir
Í gær

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu

Hélt að sonurinn hefði fæðst andvana: 42 árum síðar fékk hún tölvupóst sem breytti öllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjóð gegn þjóðarmorði: Myndir frá Austurvelli

Þjóð gegn þjóðarmorði: Myndir frá Austurvelli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Róbert gagnrýnir áfram lögregluaðgerðirnar á Siglufirði – „Brýnt að við látum ekki erlenda glæpaþætti móta viðbrögð okkar“

Róbert gagnrýnir áfram lögregluaðgerðirnar á Siglufirði – „Brýnt að við látum ekki erlenda glæpaþætti móta viðbrögð okkar“