fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Segist ekki hafa hótað Katrínu og gefur sig fram við lögreglu – „Það er verið að þagga niður í mér“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 22. desember 2020 14:48

Mynd af vettvangi. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttablaðið greindi frá því fyrir skemmstu að Lög­reglan á Austur­landi væri nú að ræða við karl­mann vegna meintra hótana, sem fjölmiðlar hafa fjallað um í dag, gagnvart Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra.

Sjá einnig: Uppnám á Seyðisfirði – Katrínu hótað

Fram kemur að karl­maðurinn sé íbúi á Seyðis­firði og sé hreinlega ekki sáttur við atburði síðast­liðinna daga, en hann ræddi við Fréttablaðið og sagði að hamfarirnar á Seyðis­firði væru ekki náttúru­ham­farir heldur afleiðingar van­rækslu stjórnvalda, sem hefðu getað komið í veg fyrir svona mikla eyðileggingu.

„Ég vil láta vita að lög­reglan er að taka mig á lög­reglu­stöðina vegna hótana. Ég er í Rauða krossinum núna sem hún [for­sætis­ráð­herra] er á leið að heim­sækja og ég hef verið beðin að fara,“

„Þetta er mis­notkun á valdi og spilling. Ég er að fara á lög­reglu­stöðina núna,“

Einnig hafi maðurinn verið spurður hvort hann hafi hótað forsætisráðherra, en svarað því neitandi.

„Nei. Ég hringdi í þrjá eða fjóra þing­menn í morgun og Elizu Reid og talaði um það sem hefur gerst á Seyðis­firði og að ekki sé um náttúru­ham­farir að ræða heldur mis­tök hjá ríkis­stjórninni. Það er verið að þagga niður í mér og ég fer með mínum eigin vilja,“

Þá hafi Kristján Ólafur Guðnason, lögreglufulltrúi á Austurlandi, staðfest að lögreglan sé nú að ræða við mann vegna málsins, en enginn hafi verið handtekinn.

Þá greindi Austurfrétt frá því að maðurinn hafi sent blaðamanni tvö SMS-skeyti, sem voru eftirfarandi:

„Það er verið að handtaka mig af lögreglunni fyrir að segja hug minn“

„Ég verð á lögreglustöðinni meðan forsætisráðherra hittir fólk á Egilsstöðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv