fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

Leikarinn Atli Rafn tapaði í Landsrétti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 18. desember 2020 15:51

Atli Rafn. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur sneri við í morgun dómi héraðsdóms í máli leikarans Atla Rafns Sigurðssonar gegn Leikfélagi Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur fráfarandi Borgarleikhússtjóra.

Atla Rafni var sagt upp störfum við leikhúsið vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Hann fékk aldrei að vita innihald ásakananna né hverjir ásakendur hans voru. Atli Rafn höfðaði mál á þeim forsendum að vinnuveitandi hans hafi ekki gert viðhlítandi rannsókn á ásökunum. Í héraði voru Atla dæmdar 5,5 milljónir í skaðabætur.

Þessu er Landsréttur ósammála. Í dómi Landsréttar segir meðal annars:

„Ekkert liggur fyrir í málinu um að við uppsögnina eða á síðari stigum málsins hafi aðaláfrýjendur haldið því fram eða gengið út frá því að færðar hefðu verið sönnur á að gagnáfrýjandi hefði gerst sekur um kynferðislega áreitni. Hafa aðaláfrýjendur einungis rökstutt uppsögnina með því að vísa til þess að með henni hafi ætlunin verið að tryggja starfsfrið innan leikhússins, gæta að orðspori þess og tryggja vellíðan starfsmanna. Með því að segja gagnáfrýjanda upp í tilefni af þeim tilkynningum sem bárust, þar á meðal frá þremur starfsmönnum Borgarleikhússins, voru framangreindir hagsmunir leikhússins og starfsmanna þess teknir fram yfir hagsmuni gagnáfrýjanda. Með því var hins vegar engin afstaða tekin til sannleiksgildis þeirra ávirðinga sem bornar höfðu verið á gagnáfrýjanda.“

Landsréttur telur ekki að Borgarleikhúsið hafi gerst sekt um meingjörð gegn æru Atla Rafns enda hafi fulltrúar leikhússins ekki látið falla nein ummæli um hann á opinberum vettvangi sem væru til þess fallin:

„Samkvæmt framlögðum gögnum birtist fyrst frétt um uppsögnina á vefmiðlum 19. desember 2017. Þar var meðal annars vitnað til tilkynningar gagnáfrýjanda sjálfs þar sem hann kvað ástæðu „brottrekstrar“ hans hafa verið nafnlausar ásakanir á hendur honum. Í frétt daginn eftir var vitnað til samtals fréttamanns við aðaláfrýjanda Kristínu. Þar greindi hún frá því að gagnáfrýjanda hefði verið gerð grein fyrir því hvers eðlis tilkynningarnar hefðu verið og að uppsögnin hefði verið viðbragð við „beinum tilkynningum“ meðal annars frá starfsfólki leikhússins. Þá hefði ríkt einhugur um ákvörðunina milli leikhússtjóra, framkvæmdastjóra og stjórnar leikfélagsins og að hún hefði verið tekin „eftir mikla yfirlegu og að vandlega ígrunduðu máli“. Ekki liggur fyrir að aðaláfrýjendur hafi látið önnur orð falla um uppsögnina á opinberum vettvangi. Engin meingerð fólst í framangreindum ummælum aðaláfrýjanda Kristínar. Þá er ósannað að aðaláfrýjendur hafi stuðlað að þeirri umfjöllun sem málið hlaut í fjölmiðlum.“

Landsréttur telur ekki að sönnur hafi verið færðar á bótaskyldu leikhússins gegn Atla og er þeim því hafnað.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Áfrýjunardómstóll tekur mál hnífamannsins sem stakk Ingunni Björnsdóttur fyrir

Áfrýjunardómstóll tekur mál hnífamannsins sem stakk Ingunni Björnsdóttur fyrir
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga
Fréttir
Í gær

Aðstandendur Sigurðar kærðu vinnubrögð eftir andlát hans til eftirlitsnefndar

Aðstandendur Sigurðar kærðu vinnubrögð eftir andlát hans til eftirlitsnefndar
Fréttir
Í gær

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi