fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Domino’s til sölu – Munu stórtapa á viðskiptunum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. desember 2020 07:50

Dominos Skeifunni. Mynd: Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í lok október hefur formlegt söluferli á Domino‘s á Íslandi staðið yfir. Það er Deloitte sem sér um söluna en frestur til að skila inn tilboðum í seinni fasa söluferilsins rennur út í næstu viku og má reikna með að það dragi til tíðinda í sölumálunum í janúar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að núverandi eigandi rekstrarfélags Domino‘s sé breska fyrirtækið Domino‘s Pizza Group en það keypti reksturinn í tvennu lagi 2016 og 2017 fyrir um 8,4 milljarða króna.

Reksturinn hefur ekki staðið undir væntingum á síðustu árum að sögn Fréttablaðsins sem segir að ástæður þess séu aukin samkeppni, sem hefur leitt til lægra vöruverðs, og hækkandi launakostnaður. Blaðið segist hafa heimildir fyrir að mikið tap verði af sölunni en líklegt söluverð er sagt verða á bilinu 2 til 3 milljarðar króna. Ef svo fer tapa núverandi eigendur 5 til 6 milljörðum.

Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að nokkur tilboð hafi borist í fyrirtækið, bæði frá innlendum og erlendum aðilum. Þar á meðal er hópur sem Birgir Þór Bieltvedt er í forsvari fyrir en hann hefur staðfest að tilboð hafi verið gert. Hann kom að stofnun Domino‘s 1993. Hann seldi fyrirtækið 2005 eftir farsælan rekstur en þá var verðmæti þess um 1,1 milljarður. Hann keypti reksturinn aftur 2011 af Landsbankanum fyrir um 560 milljónir. Hann hagnaðist því umtalsvert á sölunni 2016 og 2017 og undirbýr nú aðkomu að fyrirtækinu í þriðja sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“