fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fréttir

Ástandið á Seyðisfirði – Flæddi inn í nokkur hús

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 15. desember 2020 19:23

Seyðisfjörður

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna aurflóða á Seyðisfirði hafa íbúða- og atvinnuhúsnæði verið rýmd tímabundið í fjórum götum neðan við svokallaða Botna. Fjöldahjálparstöð Rauða krossins var opnuð í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði þar sem Rauði krossinn veitti aðhlynningu þeim er þangað leituðu. Aðrir leituðu skjóls hjá ættingjum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Austurlandi. Þar segir að engin slys hafi orðið á fólk í aurskriðunum. Vitað er að skriða náði að tveimur húsum að minnsta kosti og flæddi inn í nokkur. Óvíst er með skemmdir en það ætti að skýrast betur með morgninum.

Enn er óvissustig vegna skriðuhættu á svæðinu. Veðurspá gerir ráð fyrir áframhaldandi rigningu fram að helgi. Óvíst er hvenær íbúar geta snúið til síns heima en staðan verður metin á morgun.

Myndin hér að neðan sýnir skriðu á svæðinu.

Meðan óvissustig ríkir eru íbúar hvattir til að fylgjast vel með tilkynningum lögreglu. Næst verður send tilkynning um klukkan tíu í fyrramálið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna
Fréttir
Í gær

Var að keyra í bílaröð á Vesturlandsvegi og fékk hraðasekt – „Þessi upphæð er kvikindisleg“

Var að keyra í bílaröð á Vesturlandsvegi og fékk hraðasekt – „Þessi upphæð er kvikindisleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

150 íbúða hverfi við Flensborgarhöfn í uppnámi – Nágrannar höfðu betur gegn Hafnarfjarðarbæ

150 íbúða hverfi við Flensborgarhöfn í uppnámi – Nágrannar höfðu betur gegn Hafnarfjarðarbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“