fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Þjóðleikhúsið gagnrýnt fyrir útisýningar – „Við fáum athugasemd frá lögreglu þegar við auglýsum en Þjóðleikhúsið má þetta“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. desember 2020 17:00

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fljótu bragði eru ekki miklar tengingar á milli róðrarhóps á Akureyri og Þjóðleikhússins í Reykjavík. Nú hefur það hins vegar gerst að félagar í róðrarhópnum SUP á Akureyri klóra sér í höfðinu yfir útisýningum Þjóðleikhússins á tröppum hússins um helgina en þær kölluðu fram nokkurn mannsöfnuð.  RÚV greindi frá sýningunum og kynnti vel sýningartímana.

SUP hópurinn ætlaði að standa fyrir jólasveinaróðri í lok nóvember og var farinn að undirbúa samstarf við Akureyrarbæ um viðburðinn þegar athugasemdir frá lögreglu vegna sóttvarnasjónarmiða drápu hugmyndina. Þess í stað hittust sex félagar úr hópnum í gær og réru saman.

„Maður skilur alveg að yfirvöld vilji ekki að fólk sé að hópast saman,“ segir Sigrún Björg Aradóttir, einn meðlima hópsins á Akureyri, í samtali við DV. Henni þykja hins vegar útisýningar Þjóðleikhússins um helgina og kynningar RÚV á þeim vera sérkennilegar:

„Það sem mér finnst skrýtið er að þau eru að auglýsa þetta og RÚV er að taka undir og segir þau verða aftur klukkan þetta og það er enginn sem setur út á þetta. Ég veit svo sem ekki hvort þau hafi fengið athugasemdir út af þessu í dag,“ segir Sigrín. Inni á Facebook-síðu ræðarahópsins skrifar hún: „Við fáum athugasemd frá lögreglu þegar við auglýsum en Þjóðleikhúsið má þetta. Og RÚV dásamar þetta og auglýsir næstu sýningar. Gilda aðrar reglur í Reykjavík?“

DV hafði samband við Jóhann K. Jóhannson, samskiptastjóra hjá Ríkislögreglustjóra, og spurði hvort Ríkislögreglustjóri gerði athugasemdir við þessar sýningar. Sagði hann svo ekki vera en sagði mögulegt að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði eitthvað haft við þær að athuga. Upplýsingafulltrúi lögreglunnar hefur ekki svarað fyrirspurn DV um málið.

Sóttvarnalæknir hefur gagnrýnt gluggatónleika Priksins um helgina sem ollu töluverðum mannsöfnuði en ekki hefur heyrst gagnrýni um þessar sýningar Þjóðleikhússins.

DV hafði samband við Sváfni Sigurðarson, markaðs- og kynningarfulltrúa hjá Þjóðleikhúsinu, sem sagði sýningarnar hafa verið skipulagðar í samráði við fulltrúa sóttvarnalæknis. Sváfnir sendi DV eftirfarandi svar:

„Viðburðurinn var haldinn eftir ítarlegt samtal við fulltrúa sóttvarnarlæknis og fleiri aðila undanfarnar vikur. Framkvæmd gekk einstaklega vel. Fjöldi gesta í hvert sinn var mjög temmilegur og dreifiðst mjög vel enda er svæðið á Hverfisgötunni víðfeðmt og nægt pláss fyrir alla.  Meirihlutinn voru börn en einnig voru fullorðnir gestir og voru þeir nær allir með grímur.  Listamenn komu fram á tröppurnar nokkrum sinnum yfir daginn til að stuðla að góðri dreifingu áhorfenda og í hvert sinn voru 6-8 starfsmenn Þjóðleikhússins í sérmerktum vestum með skilti sem minnti fólk á nándarmörk.

Vegfarendur voru rækilega minntir á að gæta að nándarmörkum í upphafi hvers flutnings (sem tók um 15 mínútur í hvert skipti). Okkur hafa ekki borist neinar athugasemdir eða aðfinnslur vegna þessarar skemmtunar. Við fundum fyrir miklu þakklæti og fólk var tilbúið til að fylgja fyrirmælum.

Þjóðleikhúsið bryddar upp á ýmsum skemmtilegum viðburðum til að auðga anda og gleðja á þessum krefjandi tímum. Eitt þessara verkefna er „Samt koma jólin“, aðventuvagn Þjóðleikhússins sem ferðast fyrir framan dvalar og hjúkrunarheimili og færir fólki jólaandann. Svo hefur Hljóðleikhúsið átt miklum vinsældum að fagna, en þar er leitað í gullkistu íslenskrar leikritunarsögu öll fimmtudagsköld og sent út í streymi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum