fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Gjaldþrot tannlæknastofu á Hverfisgötu – Fasteignakaup grófu undan starfseminni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 11:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum er lokið í Tannlæknastofu Sólveigar Þ sem fékk nýtt heiti fyrr á árinu, Grænn laugardagur. Engar eignir fundust í búinu en lýstar forgangskröfur voru 1.517.3486 kr.

Greint er frá þessu í Lögbirtingablaðinu. Samkvæmt upplýsingum frá skiptastjóra var stærsta einstaka krafan frá tollstjóra, tæpar 90 milljónir króna vegna vangoldinna opinberra gjalda. Tvær kröfur háar kröfur voru vegna lánasamninga við bankastofnanir.

Samkvæmt heimildum DV voru það fasteignakaup að Hverfisgötu 105 sem grófu undan rekstri stofunnar og fjárhagserfiðleikar leiddu til vanskila.

Búið var tekið til gjaldþrotaskipta með úrkskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 2. maí 2018. Í Lögbirtingablaðinu segir:

„Greiddur var upp kaupleigusamningur vegna tannlæknastóla með eftirstöðvar uppá kr. 7.827.898 og afhent gashylki skv. 109. gjaldþrotaskiptalaga að virði 188.918. Skiptakostnaður var að hluta endurgreiddur með eigum búsins. Hins vegar fengust ekki greiðslur uppí lýstar forgangskröfur að fjárhæð kr. 1.517.3486, almennar kröfur að fjárhæð kr. 34.313.569 eða eftirstæðar kröfur að fjárhæð kr. 29.760 auk áfallandi vaxta skv. vaxtalögum frá og með úrskurðardegi gjaldþrotaskipta.
Engar eignir fundust í búinu og var skiptum í því lokið 17. ágúst 2020 samkvæmt 155. gr. laga nr. 21/1991 án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa