fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Ólafur Helgi boðaður í yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 07:50

Ólafur Helgi Kjatansson - Mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara og það sama á við um tvo starfsmenn embættisins. Starfsmennirnir hafa verið sendir í leyfi vegna rannsóknarinnar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið segist ekki hafa staðfestar heimildir fyrir hvert sakarefnið sé en blaðið segist hafa heimildir fyrir að starfsmennirnir hafi verið kallaðir á fund lögreglustjóra í haust til að ræða meint trúnaðarbrot.

Ólafur Helgi tók við starfi sérfræðings í dómsmálaráðuneytinu eftir að hann lét af störfum sem lögreglustjóri í ágúst. Miklar deilur höfðu verið innan embættisins um sumarið og þar á undan var mikið um samskiptaörðugleika. Aðstoðarsaksóknari, mannauðsstjóri og yfirlögfræðingur embættisins fóru þá í veikindaleyfi eftir að tveir starfsmenn kvörtuðu við Ólaf Helga undan einelti.

Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að meint trúnaðarbrot snúi að hluta til að birtingu bréfs sem Ólafur sendi dómsmálaráðuneytinu í sumar. Í því fór hann meðal annars fram á að ráðuneytið skoðaði veikindaleyfi yfirmanna nánar og sagði að með ólíkindablæ að yfirmennirnir hafi veikst samtímis eftir að hafa lent í deildum við lögreglustjóra. Ólafur Helgi vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi