fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Embætti forsetaritara laust til umsóknar – Sjáðu kröfurnar sem gerðar eru

Heimir Hannesson
Föstudaginn 27. nóvember 2020 11:01

mynd/fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Embætti forsetaritara hefur verið auglýst laust til umsóknar. Miðað er við að nýr forsetaritari hefji störf 1. mars, að því er fram kemur í auglýsingunni og má því búast við að Örnólfur Thorsson, núverandi forsetaritari, láti af störfum þá. Örnólfur mun þá hafa starfað innan forsetaembættisins í rúma tvo áratugi. Hann hóf þar störf sem sérfræðingur árið 1999 og var skrifstofustjóri þar frá 2003. Árið 2005 var Örnólfur skipaður forsetaritari í stað Stefáns Lárusar Stefánssonar.

Mörgum kann að þykja staða forsetaritara spennandi framtíðarstarf, en í starfslýsingu kemur meðal annars fram að forsetaritari starfi undir yfirstjórn forseta og stýri fjármálum, mannauði og daglegum störfum á skrifstofu forseta og Bessastöðum. Þá annast forsetaritari fyrir hönd embættisins samskipti við Alþingi, ráðuneyti, fjölmiðla og sendiherra erlendra ríkja gagnvart Íslandi.

Ríkar kröfur verða gerðar til umsækjenda, en í auglýsingu segir að æskilegt sé að umsækjendur hafi háskólamenntun sem nýtist í starfi, fjölþætta reynslu af stjórnun, störfum á alþjóðavettvangi, leiðtogahæfni og færni í mannlegum samskiptum. Þá er staðgóðrar þekkingar á íslenskri stjórnskipun og stjórnsýslu sögð æskileg. Umsækjendur skulu enn fremur hafa gott vald á íslenskri og enskri tungu í ræðu og riti auk færni í að minnsta kosti einu Norðurlandamáli.

Á skrifstofu forseta starfa átta manns, og er þar starfsfólk á Bessastöðum meðtalið.

Áhugasamir hafa nú rúman hálfan mánuð til að hugsa sig um og útbúa fylgigögn með umsókn. Umsóknum skal skilað til embættis forseta Íslands, Sóleyjargötu 1, 101 Reykjavík fyrir 15. desember næstkomandi eða á umsokn@forseti.is. Með henni skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og því hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“