fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Eldur um borð í flutningaskipi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 27. nóvember 2020 21:12

Varðskipið Þór. Mynd:Landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varðskipin Þór og Brimill voru kölluð út vegna elds um borð í flutningaskipi í kvöld.

Eldur kom upp í flutningaskipi með sjö um borð sem var á leið með laxeldisfóður frá Bretlandseyjum til Þingeyrar á áttunda tímanum í kvöld. Skipið var miðja vegu milli Færeyja og Íslands þegar neyðarkall barst frá skipinu en áhöfn þess náði að slökkva eldinn skömmu síðar.

Björgunarþyrla frá Færeyjum var kölluð út en þurfti frá að hverfa.

Varðskipið Þór sem statt var á Héraðsflóa var sent til móts við skipið sem og færeyska varðskipið Brimill. Bæði varðskipin eru um 160 sjómílur frá flutningaskipinu. Skipið er vélarvana eftir eldsvoðann. Gert er ráð fyrir að Brimill dragi skipið til Færeyja en Þór heldur stefnunni að skipinu til öryggis og ef á þarf að halda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga