fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Segir Íslendinga hafa klúðrað tækifærinu til að hafa hemil á faraldinum í sumar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 09:45

Hjálmar Jónsson, formaður BÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, skellir skuldinni á opnun landamæra í júní, vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi, en kórónuveirufaraldurinn hefur geisað hér á landi af miklum krafti í haust. Hjálmar segir að við höfum fengið tækifæri í sumar til að losna við veiruna út úr samfélaginu og njóta frelsis, gegn því að loka á erlenda ferðamenn tímabundið. Því tækifæri hafi verið klúðrað.

Þann 15. júní varð sú breyting á sóttvarnareglum á landamærum eða ferðamann gátu fengið skimun fyrir veirunni á Keflavíkurflugvelli og sloppið við 15 daga sóttkví sem hafði verið í gildi áður. Þetta var gert, að sögn, vegna mikils þrýstings frá ferðaþjónustunni.

Reglur voru síðan hertar aftur á landamærum í lok ágúst og tók þá við fyrirkomulag tvöfaldrar skimunar með fimm daga sóttkví á milli. Einnig er í boði að fara í tveggja vikna sóttkví og sleppa við skimun.

Hjálmar fer yfir þetta í grein á Vísir.is í gær og segir:

„Stjórnmálamenn ákváðu, og embættismenn stóðu ekki í lappirnar gegn þeim, að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og opna landið fyrir ferðamönnum. Það verður ekki bæði sleppt og haldið og við sem samfélag stóðum alla tíð frammi fyrir því að lágmarka þann skaða sem faraldurinn hafði í för með sér. Við áttum kost á því að slá skjaldborg um innlent hagkerfi og fórna hagsmunum ferðaþjónustunnar tímabundið meðan fárviðrið stæði og mæta því með almennum aðgerðum sérstaklega fyrir þá starfsgrein. Það hefði þýtt tímabundinn samdrátt, sem engin ástæða var til að ætla að yrði varanlegur. Að auki stóðu engin rök til þess að ferðamannaiðnaður gæti verið með eðlilegum hætti meðan veiran geisaði um lönd og álfur.“

Hjálmar efast um að sóttvarnayfirvöld læri af reynslunni:

„Sóttvarnalæknir hefur ítrekað talað um að við eigum að læra af reynslunni! Gerum við það? Það er athyglisvert að skoða feril faraldursins í vor og svo núna. Hann er gjörólíkur. Hvers vegna erum við ekki að ná tökum á ástandinu? Við því er einfalt svar sem blasir við. Landamærin leka! Nýir stofnar veirunnar koma inn í landið og tilfelli koma upp sem ekki er hægt að rekja! Í morgun var mikill meirihluti tilfella utan sóttkvíar, sem segir okkur að samfélagslegt smit er enn talsvert.“

Hjálmar tortryggir þá sem velja að fara í tveggja vikna sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar og vill að tvöföld skimun verði skylda:

„Er eitthvað því til fyrirstöðu að allir þeir sem koma til landsins verði skikkaðir í sóttkví, komi heilsufarástæður ekki í veg fyrir það? Nær ekki fullveldisréttur íslenska ríkisins til þess? Hefur verið gerður samanburður á aðgerðunum nú og í vor, bæði hér innanlands og á landamærum, og hver er niðurstaða þess samanburðar?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári