fbpx
Laugardagur 23.janúar 2021
Fréttir

Tekjur Pírata námu 78 milljónum í fyrra – Fengu aðeins 35 þúsund kall í styrki frá einstaklingum

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 20:30

mynd/piratar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rekstrartekjur Pírata námu 78,5 milljónum árið 2019. Þetta kemur fram í ársreikningi flokksins sem birtur hefur verið á netinu. Þar af námu framlög úr ríkissjóði 70,5 milljónum, framlag frá Alþingi tæpum 5 milljónum og framlög frá sveitarfélögum 2,6 milljónum.

Athygli vekur að styrkir frá einstaklingum voru aðeins 34.600 krónur í fyrra, en árið áður fékk flokkurinn ellefufalda þá upphæð í styrki. 2018 var reyndar kosningaár, en þá fóru fram sveitarstjórnarkosningar, sem gæti útskýrt muninn. Þó ber að nefna að tekjur flokksins vegna félagsgjalda námu tæpum 400 þúsund krónum.

Rekstrarafgangur stjórnmálaflokksins nam 2,5 milljónum, en flokkurinn skilaði 11,7 milljóna tapi í fyrra. Munar þar mest um 44 milljóna útgjöld til sveitarstjórnarkosninganna 2018. Rekstur aðalskrifstofu Pírata virðist hafa bólgnað duglega út á milli ára, en kostnaður vegna hans fór úr 41 milljón árið 2018 í rétt tæpar 65 milljónir. Launakostnaður vegur þar þyngst.

Eignir flokksins í árslok 2019 námu tæpum 55 milljónum. Vegur þar þyngst inneign hjá ríkinu upp á 47,3 milljónir. Skuldir Pírata eru 17,2 milljónir og hafa þær lækkað um tæpar 6 milljónir á milli ára og er eigið fjár hlutfall Pírata nú um 68%, sem verður að teljast ágætt.

Um helgina kom fram að stjórnmálaflokkarnir Píratar og Flokkur fólksins ættu eftir að skila ársreikningi fyrir rekstrarárið 2019. Í svari við fyrirspurn DV sagði Elsa Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata að töf á skilum mætti rekja til ábendinga Ríkisendurskoðunar um að fyrri háttur á ársreikningaskilum Pírata dygði ekki lengur, og þyrfti ársreikningurinn fyrir árið 2019 fulla endurskoðun. Segir hún að ársreikningum hafi þegar verið skilað og ætti hann að koma inn á vefsíðu Ríkisendurskoðunar á næstu dögum.

Ekkert svar hefur enn borist frá Flokki fólksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Frávísun í máli Jóns Baldvins felld úr gildi – Tímafrestur liðinn

Frávísun í máli Jóns Baldvins felld úr gildi – Tímafrestur liðinn
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Þjóðhátíð – Tvíkjálkabraut mann með einu hnefahöggi

Sauð upp úr á Þjóðhátíð – Tvíkjálkabraut mann með einu hnefahöggi
Fréttir
Í gær

Tölvuþjófurinn úr þinghúsinu laus úr haldi með ökklaband – Kennir Trump um athæfi sitt

Tölvuþjófurinn úr þinghúsinu laus úr haldi með ökklaband – Kennir Trump um athæfi sitt
Fréttir
Í gær

Tjónið í Háskóla Íslands gæti hlaupið á hundruðum milljóna

Tjónið í Háskóla Íslands gæti hlaupið á hundruðum milljóna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannanafnanefnd aftur farin á stjá – Sótt um Aquamann og Viðey

Mannanafnanefnd aftur farin á stjá – Sótt um Aquamann og Viðey
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegt atvik í Sundhöll Reykjavíkur – Maður fannst hreyfingarlaus

Alvarlegt atvik í Sundhöll Reykjavíkur – Maður fannst hreyfingarlaus