fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Óánægja meðal íbúa Langholtshverfis vegna konu á götuhorni – „Þessi kona er algjört fífl“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 16:15

Konan stóð á horni Langholtsvegs og Holtavegs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, deildi í gær færslu í hverfishóp Langholtshverfisins í Reykjavík á Facebook en Mannlíf vakti athygli á færslunni í dag.

Í færslunni sagði Sabine frá konu sem hún sá á horni Langholtsvegs og Holtavegs en konan var með eins konar mótmælaskilti. Á skiltunum stóðu ýmsir hlutir eins og „ótti lamar ofnæmiskerfi“ en auk þess mótmælti konan bólusetningum og takmörkunum á frelsi einstaklingsins.

„Það var smá sjokk,“ sagði Sabine um það þegar hún sá konuna mótmæla þessu en konan var stödd rétt hjá grunnskólanum Langholtsskóla. „Ég sá hana ekki gefa sig á tal við börn en hún náttúrulega stóð þarna rétt hjá skólanum,“ segir Sabine í samtali við DV um málið.

„Venjulega finnst mér ótrúlega gaman að taka alls konar samtöl en sem manneskja sem hefur misst ættingja úr þessu sjúkdómi vissi ég betur, vissi að ég væri of reið í svona hálfvitaskap til að taka það samtal,“ segir Sabine í færslunni. „Og það er kannski fyrir bestu – hvet ykkur að heiðra svona ekki við ykkar tíma. Treysti svo á okkar skólakerfi og ykkur sem foreldrar að börnin séu nógu upplýst til að láta slíkt ekki trufla sér.“

Meðlimir í Facebook-hópnum voru ekkert afskaplega ánægðir með mótmæli konunnar. „Þessi kona er algjört fífl,“ sagði maður nokkur. „Þessi kona á eitthvað erfitt og gerir sér ekki grein fyrir hvað þessi veira er hættuleg,“ sagði síðan kona nokkur. „Virkilega heimskulegt!“ sagði síðan önnur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum