fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Bæklingur um „Græna planið“ kostaði borgina 10 milljónir – 9.6 tonn af pappír í kynningu á umhverfisvænu skipulagi

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 22:18

Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri Reykjavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæklingur Reykjavíkurborgar sem fór á öll heimili Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kostaði borgina rúmar tíu milljónir króna. 10,2 milljónir reyndar, nákvæmlega, án virðisaukaskatts. Mikið virðist hafa verið lagt í bæklinginn, því hann taldi heilar 64 blaðsíður, prentaður í lit á góðan pappír.

Kostnaðurinn skiptist svo að 3,3 milljónir runnu til Athygli ehf. sem ritstýrði útgáfunni, sinnti efnis- og myndaöflun, textaskrifum, uppsetningarvinnu með umbrotsmanni, frágangi og fleiru. Athygli er meðal annars í eigu Kolbeins Marteinssonar, fyrrum aðstoðarmanns Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra og þingmanns Samfylkingarinnar og flokkssystur Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Aðrar 1,25 milljónir fóru í hönnun og umbrot og prentunin kostaði 3,8 milljónir. Ísafold sá um prentun bæklingsins. Dreifingin á öll þessi heimili kostaði borgarbúa svo tvær milljónir.

Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um bæklinginn. Þar segir enn fremur að borgarstjóri, borgarritari og upplýsingadeild hafi veitt aðstoð við framleiðslu bæklingsins.

Bæklingurinn var prentaður í 63,500 eintökum, að því er fram kemur í svarinu. Samkvæmt óvísindalegum mælingum DV vó bæklingurinn 151 grömm. Það má því gera ráð fyrir því að Reykjavíkurborg hafi sent 9,6 tonn af pappír inn á heimili íbúa höfuðborgarsvæðisins. Ljóst er að bæklingaprent og póstdreifing er án efa óumhverfisvænasta dreifingarleið upplýsinga sem völ er á og hafa sumir haft á því orð að kaldhæðnin leyni sér ekki þegar bæklingur um umhverfisvæna kosti í skipulags- og byggingarmálum er prentaður og sendur með þessum hætti.

Samkvæmt tölum bandarísku umhverfisstofnunarinnar þarf rúma 7 rúmmetra af niðurskornum trjám til þess að framleiða eitt tonn af pappír auk gríðarlegs magns af vatni og öðrum efnum. Í kynningarefni Græna plans Dags B. Eggertssonar borgarstjóra hafa því farið að lágmarki 67 rúmmetrar af trjám, nokkur hundruð tonn af vatni auk mikils magns af leir, kolum, brennisteini og auðvitað rafmagni. Til að setja magnið í enn betra samhengi, eru sjö rúmmetrar af við um 30 stykki af 10 metra háum, 30 sentimetra breiðum standandi trjám.

Í svari borgarinnar, sem sjá mér hér í heilu lagi, segir jafnframt að ekki hafi verið farið í útboð vegna gerð bæklingsins. Öll herlegheitin voru svo kynnt í ráðhúsinu í byrjun júní, og sjá má upptökur af fundi Dags borgarstjóra hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð