fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Snjór í borginni en sveiflukennt veður framundan

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 23:06

mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afar vetrarlegt er orðið í borginni eftir að snjó tók að falla seint í kvöld. Fimbulkuldinn sem tók á móti borgarbúum í morgun er þó horfinn og sýnir nú hitamælir blaðamanns sléttar núll gráður. Nokkur hálka myndaðist í borginni við þessi skilyrði, en búast má við að snjórinn verði að mestu horfinn fyrir morguntraffíkina í fyrramálið.

Samkvæmt Veðurstofunni hlýnar í kvöld og í nótt og má því búast við að gráir malbikstónar taki á ný við af jólalitunum eftir því sem nóttinni líður. Á morgun spáir hita um og yfir frostmarki um allt land og þurrt alls staðar nema á Suðausturlandi þar sem á að rigna nokkuð hressilega.

Tilbreytingalaust veður á föstudagskvöldið og fram á laugardag nema í Öræfasveit þar sem búast má við duglegum hviðum af jökli.

Áhugamenn um kalda vetra geta svo tekið gleði sína á ný á sunnudag þegar herðir nokkuð hressilega á frosti um allt land. Spáir Veðurstofan fjögurra stiga gaddi í borginni þá og öðru eins meðfram ströndinni. Harðari frosti í innsveitum og auðvitað á hálendinu.

Helst það veður, kalt og stillt, eitthvað fram í vikuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum