fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Yfirlæknir á Landspítala segir það ekki ósigur þó fólk deyi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 10:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pálmi V. Jónsson,  yfirlæknir og prófessor öldrunarlækninga á Landspítala,  segir það ekki ósigur á Landspítala þó fólk deyi eða þurfi að flytjast á hjúkrunarheimili. Þetta segir hann í grein sem hann birti í Morgunblaðinu í dag þar sem hann fjallar um ástandið á Landakoti.

„Þungbærum kafla í sögu Landakotsspítala er nú að ljúka, þar sem tæplega fimmtíu sjúklingar sýktust af lífshættulegri veirusýkingu og fimmti hver galt með lífi sínu. Einnig sýktust liðlega fimmtíu starfsmenn og veiktust nokkrir þeirra mjög alvarlega. Það er engin betri samlíking til en að um náttúruhamfarir hafi verið að ræða, á pari við sjónflóðið, jarðskjálfta eða sinueld. Það mildaði sársaukann að skynja einstaka starfsgleði og samtakamátt starfsmanna Landspítalans í þessari snörpu baráttu,“ skrifar hann. 

Hann bendir á að niðurstöður rannsóknar Landspítalans á hópsmitinu á Landakoti hafi bent til að margir samverkandi þættir hafi átt sök á smitinu og bendir jafnframt á að hópsmit sé þekkt fyrirbæri á öldrunardeildum sjúkrahúsa þar sem fólk sé hvatt til að borða saman og hreyfa sig.

Á Landakoti séu aldraðir einstaklingar sem að jafnaði eru mjög veikir.

„Þarna háir fólk oft úrslitabaráttu upp á líf og dauða og ef ekki það, þá um sjálfsbjargargetu og hvort hún verði endurheimt til sjálfstæðrar búsetu eða ekki. Ef ekki, þá getur fólk þurft að yfirgefa eigin heimili og þiggja dvöl í hjúkrunarrými.“

Pálmi segir þjónustuna við þennan hóp mikilvæga.

„Þjónustan við fólkið er verðmæt. Það er ekki ósigur þó að fólk deyi eða það þurfi að flytjast á hjúkrunarheimili ef allt hefur verið gert sem mögulegt er og mætir óskum manneskjunnar.“

Pálmi segir að nú sé bráðnauðsynlegt að gera allar þær breytingar á umhverfi starfseminnar á Landakoti sem mögulegt er. Til sé staður á lóð Landspítalans við Hringbraut þar sem hægt sé að koma upp rými fyrir aldraða og eðlilegt væri að Alþingi fjalli um málið og legði í verkefnið sérstakt átaksfé.

„Eðlilegt væri að Alþingi fjallaði um málið og legði sérstakt átaksfé til þess að gera það sem þarf á Landakoti til að gera þjónustuna eins örugga og af þeim gæðum sem kostur er til skemmri tíma litið, en einnig er fullkomlega nauðsynlegt að styðja við flutning virkra öldrunarlækninga af Landakoti á Hringbrautarlóðinna. Slíkum viðbúnaði mætti líkja við snjóflóðavarnir í kjölfar snjóflóðs og væri þá okkar elsta og veikasta fólk á hverjum tíma góður og eðlilegur sómi sýndur“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“