fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Fréttir

Rauf skilorð með gaskúta- og úlpuþjófnaði – Stungið aftur inn í 284 daga

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra um að karlmaður skuli afplána 284 daga eftirstöðvar refsingar sem Fangelsismálastofnun hafði áður veitt honum reynslulausn á í janúar.

Maðurinn afplánaði þrjá fangelsisdóma, einn 12 mánaða frá því 2017 og tvo sex mánaða dóma frá því í júlí í fyrra og janúar í ár. Segir í úrskurði héraðsdóms að maðurinn hafi brotið „gróflega“ gegn skilmálum reynslulausnar sinnar.

Frá því að manninum var sleppt á reynslulausn hefur hann í sex tilvikum verið skráður kærður í lögreglukerfinu. Fyrst í júní 2020 og síðast þann 11. nóvember. Brotin sem um ræðir eru þrjú tilfelli þjófnaðar á Akureyri, auk fíkniefnalagabrots, brot á sóttvarnarlögum og brot á lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað.

Þann 17. október var maðurinn handtekinn eftir að hafa skilað fullum gaskút á bensínstöð Olís á Akureyri. Kútnum hafði fyrr um kvöldið verið stolið. Vitni að þjófnaðinum gátu borið kennsl á manninn. Þá var maðurinn handtekinn í október og í nóvember fyrir að hafa stolið úlpum í verslun á Akureyri. Mun hann hafa í fyrra skiptið tekið tvær úlpur, samtals að verðmæti um 340 þúsund, og hlaupið með þær út úr versluninni. Hægt var að bera kennsl á manninn á upptökum úr öryggismyndavélabúnaði verslunarinnar. Endurtók maðurinn leikinn 11. nóvember síðastliðinn er hann hljóð út úr verslun, aftur með tvær úlpur að verðmæti um 136 þúsund. Aftur lágu fyrir upptökur af vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kolbrún lætur virka í athugasemdum heyra það – „Aumt er þeirra hlutskipti“

Kolbrún lætur virka í athugasemdum heyra það – „Aumt er þeirra hlutskipti“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vilja meiri fyrirsjáanleika í sóttvarnaaðgerðum

Vilja meiri fyrirsjáanleika í sóttvarnaaðgerðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harkalegur árekstur í miðbænum

Harkalegur árekstur í miðbænum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer er 70% öryrki eftir slys og VÍS neitaði að borga – Klessti á með dagsgamalt bílpróf

Kristófer er 70% öryrki eftir slys og VÍS neitaði að borga – Klessti á með dagsgamalt bílpróf