fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Fréttir

Rauf skilorð með gaskúta- og úlpuþjófnaði – Stungið aftur inn í 284 daga

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 11:05

Lögreglustöðin á Akureyri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra um að karlmaður skuli afplána 284 daga eftirstöðvar refsingar sem Fangelsismálastofnun hafði áður veitt honum reynslulausn á í janúar.

Maðurinn afplánaði þrjá fangelsisdóma, einn 12 mánaða frá því 2017 og tvo sex mánaða dóma frá því í júlí í fyrra og janúar í ár. Segir í úrskurði héraðsdóms að maðurinn hafi brotið „gróflega“ gegn skilmálum reynslulausnar sinnar.

Frá því að manninum var sleppt á reynslulausn hefur hann í sex tilvikum verið skráður kærður í lögreglukerfinu. Fyrst í júní 2020 og síðast þann 11. nóvember. Brotin sem um ræðir eru þrjú tilfelli þjófnaðar á Akureyri, auk fíkniefnalagabrots, brot á sóttvarnarlögum og brot á lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað.

Þann 17. október var maðurinn handtekinn eftir að hafa skilað fullum gaskút á bensínstöð Olís á Akureyri. Kútnum hafði fyrr um kvöldið verið stolið. Vitni að þjófnaðinum gátu borið kennsl á manninn. Þá var maðurinn handtekinn í október og í nóvember fyrir að hafa stolið úlpum í verslun á Akureyri. Mun hann hafa í fyrra skiptið tekið tvær úlpur, samtals að verðmæti um 340 þúsund, og hlaupið með þær út úr versluninni. Hægt var að bera kennsl á manninn á upptökum úr öryggismyndavélabúnaði verslunarinnar. Endurtók maðurinn leikinn 11. nóvember síðastliðinn er hann hljóð út úr verslun, aftur með tvær úlpur að verðmæti um 136 þúsund. Aftur lágu fyrir upptökur af vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði

Víðir fékk að heyra það frá fréttakonu Stöðvar 2 eftir pistil sem hann skrifaði
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Saka Rússa um að nota efnavopn

Saka Rússa um að nota efnavopn
Fréttir
Í gær

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð

Sökuð um að stela tæplega níu milljónum frá Grunnskólanum á Þórshöfn og félagsmiðstöð í Langanesbyggð
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“

María Sigrún svarar Degi fullum hálsi og birtir samskiptin – Segir viðbrögð fyrrum borgarstjóra „nýja upplifun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“

Dagur undrandi á Kastljóssþætti Maríu Sigrúnar – „Drungalegt fundarherbergi og fiðlutónlist undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug