fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Mogginn með RÚV í sigtinu – „Tekur hún vísvitandi þátt í yfirhylmingunni?“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið í dag beinir sjónunum að RÚV, en leiðari blaðsins og Staksteinar einblína á stofnunina, auk einnar fréttar. Áherslan er á fjárlagafrumvarp og bókhald RÚV.

Í Staksteinum er vitnað í Örn Arnarson fjölmiðlarýni Viðskiptablaðsins sem skrifaði um meintar „bókhaldsbrellur“ RÚV. Hann gagnrýnir að RÚV  hafi ekki fjallað ekki um skýrslu Fjölmiðlanefndar um sjálft Ríkisútvarpið, sem skýrsluna kallar hann stórfurðulega.

„Ekki múkk um það í fréttum Ríkisútvarpsins, engin afhjúpun í Kveik, ekki hósti í Silfrinu. En hvað með alla okkar margverðlaunuðu rannsóknarblaðamenn á Stundinni? Gáfumennin á Kjarnanum sem nærast á opinberum skýrslum? Skúbbmeistara Miðjunnar sem engu eira þegar sannleikurinn er annars vegar? Nei, þeir hafa ekki hnotið um fréttina enn.

Enginn fjölmiðill að Morgunblaðinu undanskildu hefur gert skýrslunni skil, en í henni kemur skýrt fram að ríkismiðillinn hafi þverbrotið þjónustusamning sinn við stjórnvöld með því að flokka verktakagreiðslur til starfsmanna sinna sem kaup á dagskrárefni frá sjálfstæðum og óskyldum framleiðendum.“

Að lokum er spurt hvort að RÚV viti ekki af málinu, eða hvort RÚV sé vísvitandi að hylma yfir það.

„Hvað skýrir þessa æpandi þögn? Getur verið að fréttastofa Rúv. hafi ekki enn frétt af lögbroti eigin stofnunar eða tekur hún vísvitandi þátt í yfirhylmingunni?“

„Með öllu óverjandi ef RÚV verði bættur allur skaðinn“

Fyrir neðan Staksteinana í Morgunblaðinu í dag er síðan að finna fréttina Sýn gagnrýnir málatilbúnað RÚV. Þar er greint frá því að Sýn, sem fer með fjölmiðlana Vísi, Bylgjuna og Fréttastofu Stöðvar 2, hafi sent Alþingi andsvar við umsögn Ríkisútvarpsins við fjárlagafrumvarpið. Fram kemur að Sýn sé ósátt með að RÚV láti eins og það hafi verið eini fjölmiðillinn sem fann fyrir skakkaföllum vegna heimsfaraldurs Kórónaveiru.

Þá kemur fram að Sýn lýti svo á að sínir fjölmiðlar starfi einnig í almannaþágu og því gætu fjárveitingar alveg eins runnið til Sýnar, frekar ein RÚV.

Í lok fréttar Morgunblaðsins er fullyrt að það væri „með öllu óverjandi“ ef að RÚV fengi fjárveitingar.

„Það sé með öllu óverjandi ef RÚV verði bættur allur skaðinn eins og farið sé á leit í umsögn RÚV enda myndi slík aðgerð einungis auka á þá samkeppnisröskun sem þegar leiði af tæplega 5 milljarða árlegri meðgjöf frá ríkinu.“

RÚV telji sig yfir lög hafin

Í leiðara Morgunblaðsins er frekar fjallað um þetta mál. Þar segir að einkareknir fjölmiðlar hafi þurft að skera mikið niður undanfarin ár og ein ástæðan sé „óeðlileg“ samkeppni við Ríkisútvarpið. Þá er fullyrt að RÚV gæti sparað háar fjárhæðir í rekstri sínum, þeir sem að starfi hjá einkareknum fjölmiðlum, eða reki þá, sjái það vel.

Að lokum er því haldið fram að skattgreiðendur eigi ekki að sætta sig við fjárútlát til „ríkisstofnunar sem telji sig yfir lög hafin“.

„Einkareknir fjölmiðlar hafa þurft að skera verulega niður í starfsemi sinni til að bregðast við erfiðleikum undanfarinna ára. Þeir erfiðleikar eru þekktir og hafa komið fram í skýrslum hins opinbera, frumvörpum og umræðum á opinberum vettvangi á liðnum árum. Erfiðleikarnir eiga sér ýmsar skýringar, ekki síst óeðlilega erlenda samkeppni sem skákar í skjóli skattleysis og óeðlilega samkeppni við Ríkisútvarpið, sem hefur eins og áður segir sótt auknar skatttekjur á sama tíma og aðrir berjast í bökkum.

Hjá Ríkisútvarpinu eru miklir möguleikar til að hagræða í rekstri og spara háar fjárhæðir. Þeir sem starfa á einkareknum fjölmiðlum og reka fjölmiðla í samkeppni við Ríkisútvarpið sjá þetta í hendi sér. Fleiri hljóta að sjá þetta, ekki síst þeir sem sitja í fjárlaganefnd og víðar þar sem ákvarðanir eru teknar um ráðstöfun fjármuna almennings.

Fjölmiðlar sem þurfa að keppa við þessa ríkisstofnun eiga ekki að þurfa að þola það að hún geti starfað utan við efnahagslegan veruleika. Og skattgreiðendur eiga ekki að þurfa að þola að vera krafðir um enn frekari fjárútlát til að standa undir óráðsíu ríkisstofnunar sem ofan á annað telur að hún sé hafin yfir lög.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans