fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fréttir

Markmiðið er að halda skólum opnum segir menntamálaráðherra

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. nóvember 2020 07:45

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun, þann 3. nóvember, tekur ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi gildi. Hún var gefin út seint í gærkvöldi og gildir um allt skólastarf á landinu og tekur auk þess til frístundaheimila, félagsmiðstöðva og íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna. DV skýrði frá þessu í gærkvöldi.

Morgunblaðið hefur eftir Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, að víðtækt samráð hafi verið haft við skólasamfélagið við undirbúning reglugerðarinnar.

„Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að forgangsraða í þágu menntunar, við viljum auka sóttvarnir í skólunum, en um leið tryggja aðgengi barna og ungs fólks að menntun,“

er haft eftir Lilju sem sagði að í löndum eins og Bretlandi og Frakklandi hafi verið sleginn hringur um skólastarf þrátt fyrir að þar gildi nánast útgöngubann. Hér á landi sé einnig sleginn hringur um skólastarf.

„Það er mitt hlutverk að tryggja menntun í landinu og svona gerum við það best,“

sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Heilt yfir er um að ræða hvassasta vindinn sem komið hefur í marga mánuði“

„Heilt yfir er um að ræða hvassasta vindinn sem komið hefur í marga mánuði“
Fréttir
Í gær

Fjallabyggðarhöfn í vanda sem stefnir í að dýpki enn frekar

Fjallabyggðarhöfn í vanda sem stefnir í að dýpki enn frekar
Fréttir
Í gær

Kolbrún vill aðgerðir gagnvart fjárhættuspili – Íslandsspil hafi notað viðkvæma hópa í tilraunasal

Kolbrún vill aðgerðir gagnvart fjárhættuspili – Íslandsspil hafi notað viðkvæma hópa í tilraunasal
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lést í bílslysi við gatnamót Vatnagarða og Sundagarða

Lést í bílslysi við gatnamót Vatnagarða og Sundagarða