fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

„Fasískur áróður og gyðingahatur“ í bók Björns – Sagnfræðingar vara við afbökun sögunnar

Heimir Hannesson
Föstudaginn 30. október 2020 10:58

Samsett mynd DV. Á myndinni er mynd af Birni Jónssyni, útgefanda hins umdeila rits.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagnfræðingafélag Íslands varar við nýrri bók Björns Jónssonar í tilkynningu til fjölmiðla. Þar er hún sögð innihalda „fasískan áróður og gyðingahatur,“ rangfærslur og sögulega afbökun.

DV sagði frá útgáfu bókarinnar fyrr í vikunni.

Sagnfræðingafélagið bendir á að bókin, sem í upprunalegri útgáfu heitir „The Hoax of the Twentieth Century: The Case Against the Presumed Extermination of European Jewry“ og er eftir Arthur R. Butz, afneiti með öllu að Helförin hafi átt sér stað. Segir svo í tilkynningunni:

Bókin stenst engan veginn þær fræðilegu kröfur sem gerðar eru til sagnfræðirita eða fræðirita almennt. Fjölmargar rannsóknir og vitnisburðir sjónarvotta afsanna allt það sem haldið er fram í bókinni sem kom fyrst út vestra árið 1976.

Þá segir að bókin hafi verið bönnuð víða og að Amazon hafi afráðið að bjóða hana ekki til sölu:

Auk rangfærslna og sögulegrar afbökunar inniheldur bókin fasískan áróður og gyðingahatur. Bókin hefur verið bönnuð í einhverjum löndum og í Þýskalandi má ekki auglýsa hana. Vefbókaverslanir á borð við Amazon hafa tekið þá ákvörðun að bjóða bókina ekki til sölu.

Sagnfræðingafélagið hvetur, eins og við var að búast, til gagnrýninnar og upplýstrar umræðu um þessa og aðrar bækur sem „kasta ryki í augu lesenda og afvegaleiða fræðilega umræðu.“

Til að upplýst umræða geti átt sér stað þarf almenningur og fræðasamfélagið að hafa í höndum þau verkfæri sem þarf til að bregðast við augljósum sögufölsunum eða -afbökun. Mikilvægasta verkfærið er þekking og því skorar Sagnfræðingafélag Íslands á þar til bær stjórnvöld að taka nú þegar skref í þá átt að efla sögukennslu í grunn- og framhaldsskólum. Með því getur fólk forðast rit sem samin eru í vafasömum tilgangi og standast ekki fræðilegar kröfur.

Í kynningartexta bókarinnar í Bókatíðindum segir: „En hvað með þessa „Helför“? Heilar 6 milljónir manna myrtar á grimmilegan hátt í „gasklefum“…, er þetta nú ekki dálítið orðum aukið? Með vísindalegum vinnubrögðum hefst Arthur Butz handa við að rekja sig eftir atburðarás stríðsáranna en vísar jafnframt skjalafalsi, áróðri, ýkju- og skröksögum miskunnarlaust á bug og kemst loks að rökréttri niðurstöðu í bókarlok.“

Þegar blaðamaður DV hafði samband við Björn Jónsson við vinnslu fyrri fréttar um málið, vildi Björn ekki tjá sig að öðru leyti nema að staðfesta að hann væri útgefandi bókarinnar. Svo sagði Björn við blaðamann: „Takk fyrir að hringja,“ og lauk þar með símtalinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum