fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Bandaríski sendiherrann hafður að háði að spotti – „Was this written by a grown-up?“

Heimir Hannesson
Föstudaginn 30. október 2020 13:04

mynd/valli skjáskot af Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Facebook færsla bandaríska sendiráðsins frá því í nótt hafi vakið upp hörð viðbrögð meðal Íslendinga í morgunsárið.

Í færslunni ræðst sendiráðið af nokkurri hörku á Fréttablaðið. Kallaði sendiráðið blaðið „falsfréttablað,“ vegna umfjöllunar blaðsins um Covid-19 smit í sendiráðinu. Reyndar staðfesti sendiráðið að Covid-19 smit hafi greinst meðal starfsmanna þess í þeirri sömu Facebook færslu.

Færslan vakti um leið talsverða athygli og hafa þegar þetta er hafa á fimmta hundrað manns brugðist við færslunni, tjáð sig um hana eða deilt henni.

Internetið og þeir sem þar dvelja sýna auðvitað litla vægð og má segja að sendiherrann, sendiráðið og færslan sé höfð miskunnarlaust að háði og spotti.

Þannig spurði Illugi Jökulsson rithöfundur: „Was this written by a grown-up?“

Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir lag Sigur Rósar, „Inní mér syngur vitleysingur,“ vera „lýsandi texti“ fyrir ástand höfundar.

Heiðar Þórhallsson bendir á íslenskt máltæki: „I recommend you look up the Icelandic saying „Að pissa í skóinn sinn“.“

Þorvaldur Sverrisson hefur áhyggjur af túlki sendiráðsins: „Did your translator die from Covid-19?“

Aðrir brugðust harðar við:

„Ambassador, go home! You are an embarassment and you don’t represent the Americans here in Iceland,“ sagði ein.

„Trump USA attacking Icelandic democracy.“

Facebook færsluna og viðbrögðin við henni má sjá hér að neðan:

https://www.facebook.com/USEmbReykjavik/posts/10158083621329576

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér