fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Bandaríska utanríkisráðuneytið neitar að tjá sig um Facebook færslur sendiherrans

Heimir Hannesson
Föstudaginn 30. október 2020 16:30

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í Washington D.C. Mynd/State Department

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Utanríkisráðuneytið Bandaríska neitaði að tjá sig um mál bandaríska sendiherrans, Jeffrey Ross Gunter og færslur sendiráðsins á Facebook undir hans stjórn.

Forsaga málsins er sú að Fréttablaðið fjallaði í gær um Covid-19 smit meðal sendiráðsstarfsmanna. Í kjölfarið réðst sendiráðið í nótt af nokkurri hörku á Fréttablaðið í áðurnefndri Facebook færslu, sem það sagði fals-fréttablað, en staðfesti um leið efni fréttar Fréttablaðsins.

Vöknuðu nokkuð hörð viðbrögð meðal landsmanna, sem DV fjallaði um fyrr í dag.

DV leitaði eftir viðbrögðum bandaríska utanríkisráðuneytisins vegna Facebook færslunnar, sem sendiráðið kostar nú birtingar á á Facebook til að breiða út sem víðast hér á landi. Spurningarnar sem DV lagði fyrir ráðuneytið voru:

  1. Er ráðuneytið meðvitað um Facebook færslur sendiherrans, og viðbrögð við henni á Íslandi?
  2. Endurspeglar orð sendiherrans skoðanir bandarísku ríkisstjórnarinnar, utanríkisráðherra og ráðuneytisins?
  3. Tekur ráðuneytið undir skilaboðin sem voru ýmist skrifuð af, eða samþykkt af sendiherranum.
  4. Ef orð sendiherrans á Facebook endurspegla ekki skoðanir bandaríska utanríkisráðuneytisins, verður sendiherrann beittur einhverskonar viðurlögum, eða látin draga orð sín til baka?

Fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins svaraði nú síðdegis og sagði að utanríkisráðuneytið gæti og myndi ekki tjá sig við DV og vísaði á fjölmiðlafulltrúa sendiráðsins. Von er á tilkynningu frá sendiráðinu vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“