fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Bandaríska utanríkisráðuneytið neitar að tjá sig um Facebook færslur sendiherrans

Heimir Hannesson
Föstudaginn 30. október 2020 16:30

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í Washington D.C. Mynd/State Department

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Utanríkisráðuneytið Bandaríska neitaði að tjá sig um mál bandaríska sendiherrans, Jeffrey Ross Gunter og færslur sendiráðsins á Facebook undir hans stjórn.

Forsaga málsins er sú að Fréttablaðið fjallaði í gær um Covid-19 smit meðal sendiráðsstarfsmanna. Í kjölfarið réðst sendiráðið í nótt af nokkurri hörku á Fréttablaðið í áðurnefndri Facebook færslu, sem það sagði fals-fréttablað, en staðfesti um leið efni fréttar Fréttablaðsins.

Vöknuðu nokkuð hörð viðbrögð meðal landsmanna, sem DV fjallaði um fyrr í dag.

DV leitaði eftir viðbrögðum bandaríska utanríkisráðuneytisins vegna Facebook færslunnar, sem sendiráðið kostar nú birtingar á á Facebook til að breiða út sem víðast hér á landi. Spurningarnar sem DV lagði fyrir ráðuneytið voru:

  1. Er ráðuneytið meðvitað um Facebook færslur sendiherrans, og viðbrögð við henni á Íslandi?
  2. Endurspeglar orð sendiherrans skoðanir bandarísku ríkisstjórnarinnar, utanríkisráðherra og ráðuneytisins?
  3. Tekur ráðuneytið undir skilaboðin sem voru ýmist skrifuð af, eða samþykkt af sendiherranum.
  4. Ef orð sendiherrans á Facebook endurspegla ekki skoðanir bandaríska utanríkisráðuneytisins, verður sendiherrann beittur einhverskonar viðurlögum, eða látin draga orð sín til baka?

Fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins svaraði nú síðdegis og sagði að utanríkisráðuneytið gæti og myndi ekki tjá sig við DV og vísaði á fjölmiðlafulltrúa sendiráðsins. Von er á tilkynningu frá sendiráðinu vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Í gær

„Ég hata Facebook, Instagram og TikTok. Þetta truflar líf allra“

„Ég hata Facebook, Instagram og TikTok. Þetta truflar líf allra“
Fréttir
Í gær

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“