fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Bandaríska sendiráðið ræðst á Fréttablaðið í furðulegri Facebook færslu í nótt – „It is shameful to see Fréttablaðið’s irresponsible journalism.“

Heimir Hannesson
Föstudaginn 30. október 2020 09:17

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook færsla bandaríska sendiráðsins frá því í nótt vakti furðan og undru margra í morgunsárið. Í færslunni spyr sá sem skrifar hvort falsfréttir hafa fest rætur á Íslandi. „Has Fake News Arrived in Iceland?“ spyr höfundurinn í fyrirsögn færslunnar.

Í færslunni ræðst höfundur hennar nokkuð harkalega á Fréttablaðið, en þar segir á ensku:

America has succeeded with the #NewUSEmbassy completed and dedicated while having Zero COVID-19 infections ever in the entire U.S. Embassy history. It is shameful to see Fréttablaðið’s irresponsible journalism. Long after the dedication, a single case of COVID-19 was caught by a local employee.

Höfundur heldur svo áfram og segir að smitið sem greindist í sendiráðinu má rekja til íslensks skóla, og að Ísland hafi „skelfilega“ háa smittíðni Covid-19 í Evrópu. Lýkur færslunni svo:

It is terrible and sad that Fake News Fréttablaðið would be so unprofessional and disrespectful in using COVID-19 for political purposes during this crisis. The U.S. Embassy in Reykjavik Iceland has always been and is one of the SAFEST havens from COVID-19 in #Reykjavik.

En færslunni lýkur ekki þar, því eins og tíðkast í Facebook færslum sendiráðsins fylgir iðulega íslensk þýðing með, og hún er svohljóðandi, í upprunalegri útgáfu:

Ameríka náði að vígja nýja sendiráðið án COVID-19 smits. Skömmin er núna hjá Fréttablaðinu fyrir ábyrgðarlausan blaðamennska. Löngu eftir vígslu kom upp eitt tilfelli vegna smits í íslenskum skóla. Smittíðnin á Íslandi er með því hæsta í Evrópu. Ömurlegt að Fals-Fréttablaðið væru svo ófagmannlegt og sýnir virðingarleysi með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi. Bandaríska sendiráðið hefur alltaf verið og er öruggasta athvarfið frá COVID-19 í Reykjavík. 

Ljóst er á stafsetningar og málfræðivillunum að enskum texta hefur verið rennt í gegnum þýðingarforrit eins og Google Translate.

Sendiherrann bandaríski hefur áður vakið athygli hér á landi, en í sumar sagði meðal annars Fréttablaðið frá því að sendiherrann Jeffrey Ross Gunter hafði óskað eftir því að fá að ganga um vopnaður hér á landi, enda óttaðist hann um öryggið sitt. Hlaut sendiherrann talsverða gagnrýni fyrir vikið, ekki síst frá almenningi. Þá vakti hann athygli fyrir að kalla Covid-19 „Kínaveiruna.“

Gunter er pólitískt skipaður og hverfur hann úr embætti með forsetanum ef Donald Trump tapar kosningunum næstkomandi þriðjudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“