fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Lamaður fyrir lífstíð eftir örlagaríka ökuferð

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 29. október 2020 15:06

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og ölvunarakstur. Þá er maðurinn með dómnum sviptur ökurétti í tíu mánuði og honum gert að greiða allan málskostnað auk kostnað vegna réttargæslumanns, samtals um ein og hálf milljón.

Forsaga málsins er sú að í desember 2017 ók maðurinn ölvaður með farþega í bíl sínum um götur Hafnarfjarðar. Lauk bíltúr þeirra með nokkuð alvarlegum árekstri er ökumaðurinn missti stjórn á ökutækinu. Fór bíllinn við það yfir á öfugan vegarhelming, rakst þar á gangstéttarkant með þeim afleiðingum að ökutækið kastaðist á ljósastaur og þaðan á klettavegg. Hafnaði ökutækið á hægri hlið þess við áreksturinn. Segir í dómnum: „Við áreksturinn hlaut farþegi í ökutækinu slíka fjöláverka, að hann er bundinn í hjólastól.“

Ökumaðurinn var af þessum sökum ákærður í maí á þessu ári fyrir ölvunarakstur, en vínandamagn mældist 1,15 prómill í blóði mannsins, og fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi, samkvæmt 219. gr. almennra hegningarlaga. Við brot á því ákvæði liggur allt að tveggja ára fangelsi.

Við meðferð málsins fyrir dómi játaði maðurinn sök. Var litið til þess við ákvörðun refsingar, auk þess að ákærða hafði ekki áður gerst brotlegur við lög. Þá var jafnframt litið til þess að talsverður dráttur hefði orðið á rekstur málsins af hálfu ákæruvaldsins og dómstóla, að málið hefði tekið mjög á ákærða en hann sagði fyrir dómi að „ekki liði sá dagur að hann hugsaði ekki um það,“ og að hann hafi leitað sér aðstoðar vegna þess.

Farþeginn hafði uppi einkaréttarkröfur er ákæra var gefin út, en við játningu mannsins lét farþeginn hana niður falla.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Í gær

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA