fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fréttir

Hertar aðgerðir í 2-3 vikur – „Við eigum langt í land með að ná tökum á þessari veiru“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 29. október 2020 11:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis er í vinnslu og verður sent heilbrigðisráðherra líklega seint í dag. Þar sem einstakar tilllögur liggja ekki fyrir vildi Þórólfur ekki upplýsa um efni væntanlegs minnisblað á upplýsingafundi dagsins.

42 innanlandssmit greindust í gær, þar af voru 20 ekki í sóttkví. Rúmlega 2000 sýni voru tekin.

Þórólfur upplýsti að 140 tilfelli mætti rekja til smits á Landakoti beint og óbeint. Fjöldi einstaklinga í sóttkví vegna þeirrar sýkingar er um 300.

Einnig er stór hópsýking frá Ölduselssskóla þar sem 44 hafa greinst. Þá greindi Þórólfur frá því að margar litlar hópsýkingar hafi orðið, sem tengjast fjölskyldum, veislum, vinahópum og vinnustöðum.

Engin smit á landamærum greindust í gær.

Þrettán hafa látist af sjúkdómnum og eitt dauðsfall varð í nótt, var það einstaklingur á níræðisaldri sem lá á Landspítalanum við Fossvog.

Þórólfur sagði að hertar aðgerðir myndu standa í 2-3 vikur og ef vel gengi væri hægt að hefjast handa við tilslakanir eftir það.

Þórólfur brýndi fólk til að mæta ekki veikt í vinnu. Ennfremur hvatti hann fólk til að forðast hópamyndun. „Við eigum langt í land með að ná tökum á þessari veiru, við þurfum að standa saman,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu
Fréttir
Í gær

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil drykkja og ólæti á fótboltaleik MR og Verzló – „Við viljum ekki að þetta endurtaki sig“

Mikil drykkja og ólæti á fótboltaleik MR og Verzló – „Við viljum ekki að þetta endurtaki sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“

Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“