fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Tilnefning Amy Coney Barrett afgreidd úr nefnd

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 22. október 2020 18:30

mynd/AP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilnefning Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á Amy Coney Barrett í hæstaréttarstól sem losnaði við andlát Ruth Bader Ginsburg hefur verið afgreitt úr réttarfarsnefnd bandarísku öldungadeildarinnar. Málið verður nú tekið til umfjöllunar í öldungadeildinni í heild sinni.

Ætlanir Demókrata um að hindra, eða hið minnsta tefja, afgreiðslu tilnefningarinnar fram yfir kosningarnar 3. nóvember verða því líklega að engu.

Repúblikanar eiga 53 sæti af 100 í öldungadeildinni og því leiðin greið að öruggri staðfestingu Barrett héðan af. Mestu líkurnar voru á að Demókrötum tækist að tefja afgreiðsluna í réttarfarsnefndinni, en eins og fyrr sagði, afgreiddi nefndin tillöguna frá sér í morgun að bandarískum tíma. Demókratar voru fjarverandi við atkvæðagreiðslu nefndarinnar.

Reiknað er með að öldungadeildin í heild sinni greiði atkvæði um tilnefninguna strax á mánudaginn, aðeins átta dögum fyrir kosningarnar.

Skjálfti er hlaupinn í Repúblikana vegna skoðanakannanna, en allar líkur eru á að þeir missi tökin á Hvíta húsinu, engar líkur eru á að þeir nái tökum á fulltrúadeildinni og miklar líkur á að þeir missi öldungadeildina. Því gæti farið svo að báðar deildir þingsins og Hvíta húsið yrði í höndum Demókrata. Það er því mikið undir hjá íhaldshreyfingunni að koma fulltrúa íhaldsafla fyrir í Hæstarétti fyrir kosningarnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“
Fréttir
Í gær

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás
Fréttir
Í gær

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi
Fréttir
Í gær

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“
Fréttir
Í gær

Viðraði vel til loftmyndatöku

Viðraði vel til loftmyndatöku