fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Íslendingar í útlöndum í vandræðum vegna tæknibilunar hjá Arion banka – Fá ekki sendar greiðslur að heiman

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 22. október 2020 12:43

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar erlendis hafa lent í erfiðleikum undanfarið vegna þess að greiðslur að heiman hafa ekki borist í gegnum Arion banka. Þá hafa aðrir viðskiptavinir bankans lent í því að yfirdráttarheimildir virðast hafa verið felldar niður.

DV heyrði í Íslendingi erlendis sem átti von á greiðslu að heiman á mánudag en hún hefur ekki skilað sér ennþá þó að hún hafi verið innt af hendi.

DV hafði samband við Harald Guðna Eiðsson hjá upplýsingasviði bankans og kannaðist hann við málið. Um er að ræða tvö aðskilin tæknivandamál og er búið að leysa annað þeirra. Greiðslur ættu að vera farnar að berast óhindrað í dag en samkvæmt svarinu var málið leyst í gær:

„Í upphafi vikunnar varð rof á sambandi milli greiðslukerfa Arion banka og þeirrar erlendu fjármálastofnunar sem er mótaðili bankans þegar um er að ræða greiðslur í evrum á milli landa. Þetta hafði í för með sér að greiðslur skiluðu sér í einhverjum tilfellum seinna til viðtakenda. Búið er að koma í veg fyrir vandamálið og eðlilegt flæði á greiðslum komst á um miðjan dag í gær.

Yfirdráttarheimildir á reikningum hafa í mörgum tilvikum ekki verið sýnilegar í netbanka og appi í morgun þrátt fyrir að heimildirnar séu í gildi og hægt að ganga á þær. Þetta hefur því hvorki áhrif á raunverulega stöðu reikninga né greiðslur. Unnið er að greiningu og úrlausn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans
Fréttir
Í gær

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Í gær

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
Fréttir
Í gær

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings

Mannslát á Kársnesi: Lögregla óskar eftir aðstoð almennings