fbpx
Mánudagur 23.nóvember 2020
Fréttir

Bróðir árásarþolans í Borgarnesi tjáir sig – Kom til að passa hús og kött mannsins sem réðst á hann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. október 2020 13:48

Frá Borgarnesi. Mynd: Pjetur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem varð fyrir grimmdarlegri líkamsárás í heimahúsi í Borgarnesi á mánudagskvöld er á gjörgæslu, þungt haldinn og hugsanlega í lífshættu. Maðurinn er úr  Reykjavík en var að heimsækja mann sem býr í Borgarnesi. Höfðu mennirnir sammælst um að gestkomandi myndi passa heimili og kött gestgjafans á meðan sá síðarnefndi væri í vímuefnameðferð.

„Þetta skeði bara upp úr þurru. Hann sagði mér að maðurinn hefði drepið hann ef honum hefði ekki tekist að ná rothöggi á hann,“ segir bróðir árásarþolans í viðtali við DV.

Viðmælandi okkar náði að hitta bróður sinn á sjúkrahúsinu í gær og gat hann með naumindum gert sig skiljanlegan en hann var mjög lyfjaður og allur bólginn. „Ég þurfti að halla mér að honum til að heyra hvað hann sagði.“ Manninum versnaði síðan og var hann fluttur á gjörgæsludeild. Hann verður þar í dag og verður rúmfastur í að minnsta kosti hálfan mánuð. Hann gæti verið í lífshættu.

Maðurinn lýsti því fyrir bróður sínum hvernig árásina bar að og var hún algjörlega upp úr þurru. Sátu þeir í stofunni og ræddu saman er gestgjafinn stökk á gest sinn og Barði hann sundur og saman og beit hann í andlit og háls. Árásarþolinn náði að verjast og nú liggja báðir menn á sjúkrahúsi en ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan árásarmannsins.

„Hann er með drenslöngu við lungað og innvortisblæðingar. Hann er rifbeinsbrotinn og nefbrotinn, auk þess sem hann er skaddaður á herðablöðum. Hann leit skelfilega út, eins og hann hefði lent í óðum hundi,“ segir bróðirinn við DV.

Lögreglan á Vesturlandi hefur veitt eftirfarandi upplýsingar um málið:

„Lögregla kölluð að húsi í Borgarnesi um kl 21 á mánudagskvöld vegna alvarlegrar  líkamsárásar.  Tveir fluttir á skjúkrahús og eru þar enn.  Rannsókn á viðkvæmu stigi.  Því ekki frekari fréttir að sinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimmtán innanlandssmit í gær

Fimmtán innanlandssmit í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Félagsráðgjafi segir venjulega krakka vera að ströggla – „Það spyr enginn, hvernig líður þér?“

Félagsráðgjafi segir venjulega krakka vera að ströggla – „Það spyr enginn, hvernig líður þér?“