fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Klemmdi mann milli vörubíls og sendiferðabíls

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 20. október 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann á fimmtugsaldri fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og hættubrot með því að hafa í september í fyrra ekið vörubifreið af gerðinni Volvo-VH að manni og klemmt hann þannig á milli vörubílsins og sendibifreiðar. Hlaut maðurinn af árásinni mjúkpartaáverka á baki, að því er segir í ákærunni, auk þess sem hann marðist á hendi og hné.

Þess er krafist að maðurinn sæti refsingu og greiði allan sakarkostnað sem af málinu hlýst.

Þá gerir brotaþoli einkaréttarkröfu í málinu. Þar krefst hann miskabóta að fjárhæð 1.100.000 kr.- og að sá ákærði greiði þóknun réttargæslumanns síns í málinu.

Málið verður þingfest á föstudaginn næstkomandi, þann 23. október í héraðsdómi Reykjaness.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“