fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Fréttir

Geirfinnsmálið: Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar töpuðu fyrir ríkinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 20. október 2020 17:00

Geirfinnur Einarsson hvarf 19. nóvember 1974.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur sýknaði í dag ríkið af skaðabótakröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og Tryggva  Rúnars Leifssonar en þeir eru meðal sakborninga í Geirfinnsmálinu, sem sakfelldir voru fyrir morð á áttunda áratugnum en voru sýknaðir við upptöku málsins árið 2017.

Báðir gerðu kröfu um 1,6 milljarða króna miskabætur en mennirnir sátu í ógnarlangri einangrun auk þess að afplána margra ára fangelsisdóma.

Tryggvi Rúnar er látinn en eftirlifandi ættingjar hans höfðu þegar fengið greiddar 171 milljón króna í skaðabætur. Kristján Viðar hafði fengið greiddar 204 milljónir í skaðabætur. Báðir stefnendur þurfa hvor um sig að greiða eina og hálfa milljón króna í málskostnað. Í máli Tryggva Rúnars var sýknudómur reistur á 2. málgsrein 16. greinar laga um meðferð einkamála. Þar segir að varnir byggðar á aðildarskorti leiði til sýknu ef fallist er á þær. Skort hafi á röksemdir um að dánarbú Tryggva Rúnars sé aðili að málinu.

Ríkið var hins vegar sýknað í máli Kristjáns Viðars á þeim forsendum að hann hafi þegar fengið greiddar yfir 200 milljónir í skaðabætur sem ætlaðar voru til að mæta fjártjóni, miska og öðru tjóni sem hann kann að hafa orðið fyrir. Í dómnum er Kristján Viðar einnig gerður að hluta til ábyrgur fyrir lengd rannsóknar og röngum dómi með því að hafa gefið rangar upplýsingar um hvarf Geirfinns við lögregluyfirheyrslur.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvetur ríkisstjórnina til að hætta að nota X út af barnakláminu þar – „Ekki forsvaranlegt að nota þennan miðil mínútu lengur“

Hvetur ríkisstjórnina til að hætta að nota X út af barnakláminu þar – „Ekki forsvaranlegt að nota þennan miðil mínútu lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum

Hafnsögumaður fær ekki skaðabætur eftir að komið var í veg fyrir stórslys við Faxaflóa – Reynslan og menntunin vann gegn honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“

Gagnrýnir langvarandi einangrun Anítu – „Getur valdið alvarlegum og jafnvel varanlegum skaða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa

Aldraður leigubíltjóri fær ekki rekstrarleyfi vegna gamalla vændiskaupa