fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Innbrot og þjófnaðir – Var einn í bílnum en neitaði að hafa ekið honum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. október 2020 05:11

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot og þjófnað á heimili í Vesturbænum. Tölvu og fleiru var stolið. Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot í veitingahús í miðborginni. Áfengi var stolið. Meintur þjófur var handtekinn skömmu síðar og var hann vistaður í fangageymslu.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi sáu lögreglumenn bifreið ekið úr bifreiðastæði við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Þegar ökumaðurinn sá lögregluna ók hann aftur í bílastæðið. Hann þvertók fyrir að hafa ekið bifreiðinni en hann var einn í henni. Viðkomandi er sviptur ökuréttindum ævilangt.

Fjórir ökumenn voru handteknir í nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum.

Á sjöunda tímanum könnuðu lögreglumenn ástandið á veitingahúsi í Breiðholti. Þar leikur grunur á að sóttvarnarlög hafi verið brotin hvað varðar samkomutakmarkanir.

Ofurölvi maður var handtekinn í verslun í Breiðholti í gærkvöldi. Hann hafði ítrekað verið til vandræða í stigagöngum fjölbýlishúsa. Hann fór ekki að fyrirmælum lögreglunnar og er grunaður um vörslu fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Inga gefur lítið fyrir blammeringar Einars – „Þetta er rangt“

Inga gefur lítið fyrir blammeringar Einars – „Þetta er rangt“
Fréttir
Í gær

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“