fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Umdeild færsla ungrar sjálfstæðiskonu um trans fólk vekur reiði – „Allt við þetta er ömurlegt“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 13. október 2020 16:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Twitter-færsla Lovísu Lífar Jónasdóttur, varaformanns Týs, félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi, hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum í dag og má segja að hún sé afar umdeild.

Lovísa spurði á Twitter-síðu sinni nýlega hvort það hafi engin trans manneskja greinst með Covid-19. Þegar Lovísa er spurð hvers vegna hún spyr að þessu þá vísar hún í upplýsingar frá Covid.is þar sem sést að 910 konur og 900 karlmenn hafi smitast af veirunni. Segja má að Lovísa sé með því að gefa í skyn að trans fólk falli ekki undir þessa tvo flokka.

Maður nokkur svarar útskýringu Lovísu. „Trans konur eru konur, trans karlar eru karlar. Skil ekki hvað þessi mynd kemur málinu við. Með uppsetningunni er kannski fremur grafið undan stöðu kynsegin og þeirra sem falla ekki undir úrelta kynjatvískiptingu, en vonandi er bara staðan sú að engin smit hafa komið upp,“ segir maðurinn.

„Allt við þetta er ömurlegt“

Kona nokkur vakti athygli á tísti Lovísu í dag. Hún spurði hvort Lovísa ætli að láta eins og það sé ekki hægt að túlka tístið hennar þannig að hún væri að gefa í skyn að veiran tengist trans fólki. „Hefði skilið þetta ef þú hefðir látið myndina sem þú svarar með fylgja upprunalega tweetinu en það gerðiru ekki,“ segir konan síðan en myndin sem um er að ræða er skjáskot af upplýsingunum af Covid.is þar sem fjöldi smita meðal kvenna og karla sést.

„Ég sé það persónulega ekki. Ég get ekki tekið ábyrgð á afbrigðilegum túlkunarsjónarmiðum og útúrsnúningum annarra,“ segir Lovísa í svari á Twitter við spurningu konunnar.

Margir hafa tjáð sig um upprunalegu færslu Lovísu. Þeirra á meðal er Nína Richter, rithöfundur, ljósmyndari og fyrrum kvikmyndagagnrýnandi á RÚV. „Það er hræðilegur veruleiki ef hún er í alvörunni svona vitlaus,“ segir Nína. „Það er álíka hræðilegur veruleiki ef hún er að grínast og þetta er einhver ógeðslega ljótur einkahúmor. Allt við þetta er ömurlegt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum