fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Sakfelldur í héraðsdómi: Laug munnmökum uppá fyrrverandi konu sína í skilaboðum til nýja kærastans

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 1. október 2020 16:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem ákærður var fyrir blygðunarsemisbrot í Héraðsdómi Reykjavíkur hlaut í dag fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Maðurinn játaði sök. Ákært var fyrir brot gegn blygðunarsemi og stórfelldar ærumeiðingar.

Kemur fram í dómnum að maðurinn hafi á tímabilinu 1.-30. desember sent nýja kærasta fyrrverandi unnustu sinnar ítrekuð skilaboð þar sem konunni er lýst sem óheiðarlegri, hún uppnefnd og sögð hafa veitt hinum ákærða munnmök er hún var í sambandi með nýja kærastanum. Í byrjun desember sendi maðurinn jafnframt kynferðislegt myndskeið af konunni á nýja kærastann. Með athæfi sínu er maðurinn í ákærunni sagður hafa sært blygðunarsemi konunnar, móðgað hana og smánað.

Málið var sótt af Héraðssaksóknara sem gerði þá kröfu að maðurinn yrði gert að sæta refsingu fyrir brot sín og að greiða allan sakarkostnað. Þá krafðist konan tveggja milljóna í miskabætur.

Ákærði játaði skýlaust brot sín fyrir dómi og er gert að sæta fjögurra mánaða fangelsisrefsingar, skilorðsbundið til tveggja ára. Voru konunni dæmar 800.000 krónur í miskabætur. Að lokum er manninum með dómnum gert að greiða um 650.000 krónur í málskostnað og laun verjanda síns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma