fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Fréttir

Íbúar í Grindavík fundu fyrir jarðskjálftum í nótt – Þeir stærstu í þessari viku

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 08:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð 1,9 kílómetrum norður af Grindavík klukkan hálf fimm í nótt. Um hálftíma síðar, eða rétt fyrir klukkan fimm í morgun, varð annar nokkur snarpur skjálfti og mældist hann 3,2. Upptök hans voru 1,5 kílómetrum norður af Grindavík.

Að sögn Veðurstofu Íslands hafa borist tilkynningar um að fólk hafi orðið vart við skjálftana enda urðu þeir mjög nálægt byggð. Nokkrir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið og hafa þeir allir verið tiltölulega litlir, eða innan við 2 að stærð. Frá því á mánudag hafa mælst 76 skjálftar á Reykjanesskaga en þessir tveir seint í nótt eru þeir stærstu sem hafa mælst í vikunni.

Sem kunnugt er hefur óvenjuhratt landris mælst á svæðinu við fjallið Þorbjörn undanfarna daga en það er líkast til vísbending um kvikusöfnun á nokkurra kílómetra dýpi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt