fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Ólöglegt vinnuafl: Grunur um stórfelld kennitölusvik

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. janúar 2020 19:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afskipti voru höfð af um 20 manns í umfangsmiklum aðgerðum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, embætti ríkisskattstjóra, Vinnueftirlitsins og Vinnumálastofnunar fyrr í vikunni í þágu rannsóknar vegna grunsemda um skráningar á kennitölum í gegnum Þjóðskrá með sviksömum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Tæplega helmingur mannanna var færður á lögreglustöð, en þar kom í ljós að þeir höfðu ekki atvinnuréttindi til starfa hérlendis. Útlendingastofnun hefur nú mál þeirra til frekari meðferðar, en mennirnir eiga yfir höfði sér hugsanlega brottvísun og endurkomubann.

Hinn helmingur hópsins gat ekki gert grein fyrir sér við afskiptin og því þurfti að ganga úr skugga um það með skoðun persónuskilríkja þeirra í framhaldinu. Tók það nokkurn tíma, en mennirnir reyndust allir uppfylla tilskilin skilyrði til starfa á Íslandi og gátu þeir því haldið áfram störfum sínum.

Rannsóknin lýtur einnig að vinnuveitendum mannanna og hafa þeir verið kallaðir til yfirheyrslu til að leita frekari skýringa á tilurð málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Í gær

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök
Fréttir
Í gær

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil
Fréttir
Í gær

Mugison ósáttur með myndband Miðflokksmanns – „Er þetta ekki ólöglegt?“

Mugison ósáttur með myndband Miðflokksmanns – „Er þetta ekki ólöglegt?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn ráðast gegn ISIS-liðum – „Hryðjuverkaógeð“

Bandaríkjamenn ráðast gegn ISIS-liðum – „Hryðjuverkaógeð“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ungmenni dæmd fyrir frelsissviptingu og „sérstaklega hættulega, hrottalega og ófyrirleitna“ hópárás gegn unglingsdreng í Heiðmörk

Ungmenni dæmd fyrir frelsissviptingu og „sérstaklega hættulega, hrottalega og ófyrirleitna“ hópárás gegn unglingsdreng í Heiðmörk