fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Óánægja vegna prófs til viðurkenningar bókara hefur kraumað árum saman – Elva sökuð um dónaskap – „Framkoma hennar er fyrir neðan öll velsæmismörk“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Prófin eru gerð til þess að fella fólk og það er um 75% fall. Og þá er eitthvað að. Skólunum sem kenna til undirbúnings fyrir prófið er ekki treyst til að gera prófin sjálf. Sjálf gekk ég út úr lokaprófinu, ég nennti ekki þessum fíflagangi,“ segir kona, menntaður rekstrarfræðingur, sem þreytti próf til viðurkenningar bókara árið 2016. Prófin sem þreyta á til viðurkenningarinnar eru þrjú.

Eins og DV greindi frá í gær ríkir gífurleg óánægja meðal nemenda sem þreyttu þetta próf í nóvember síðastliðnum. Er bæði kvartað undan prófinu sjálfu og framkomu formanns prófnefndar, Elvu Óskar Wiium, sem tók hjálpargögn af nemendum, yfirstrikunarpenna, sem þó voru sagðir vera leyfileg hjálpargögn í próflýsingunni. Einn próftaki er sagður hafa gengið úr úr prófinu vegna meintrar niðurlægjandi framkomu Elvu.

Núverandi prófnefnd vegna prófanna var skipuð árið 2015. Prófið 2019 hefur verið kært til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins. Það sama gerðist með prófið sem lagt var fyrir árið 2016. Var meðal annars kvartað undan því að mikið af prófefninu hefði ekkert með námsefni bókara að gera. Í bréfinu sem sent var ráðuneytinu vegna prófsins árið 2016 var meðal annars kvartað undan því að prófið hafi ekki verið í samræmi við kennslu í náminu. Kvartað var yfir óskýrum og óljósum fyrirmælum um hvað ætlast væri til við úrlausn verkefna. Enn fremur var kvartað yfir því að prófin væru svo viðamikil að leyfilegur próftími dygði engan veginn til úrlausnar þeirra. Sagt var að uppsetning prófanna virtist fremur gerð til að rugla nemendur í ríminu en að endurspegla raunveruleg og raunhæf verkefni. Dæmi voru á prófinu sem voru sögð endurspegla mjög flókin og sérhæfð verkefni sem hinn daglegi bókari þarf aldrei að leysa. Þá var kvartað undan ósamræmi í upplýsingum um leyfileg hjálpargögn. Er þetta aðeins brot af kvörtununum.

Skipaði nemendum að standa í röð

Rekstrafræðimenntaða konan sem nefnd var hér í upphafi fréttarinnar segir að á prófsýningu hafi nemendum verið skipað að standa í beinni röð þar til kæmi að þeim og þurftu sumir að standa í tvo klukkutíma. Um var að ræða fólk á miðjum aldri sem kom til prófsýningar eftir að hafa lokið löngum vinnudegi. Umrædd kona segist hafa fengið sér sæti og hafi Elva Ósk skipað henni að standa upp. Hún hafi ekki orðið við því og hafi Elva Ósk þá hótað að fjarlægja prófið hennar af sýningunni.

„Hún gekk um argandi og gargandi. Framkoma hennar er fyrir neðan öll velsæmismörk. Hún virðist ekki kunna að koma fram við fólk,“ segir konan.

Vilja fá eitthvað fyrir peningana

Nám til viðurkenningar bókara kostar sitt, eða um 300.000 krónur að meðtöldum prófgjöldum. Yfirleitt er um að ræða fólk sem komið er yfir fertugt og hefur verið lengi á vinnumarkaðnum. Sumir eru með háskólamenntun en bókaranámið er ekki á háskólastigi. Engu að síður er fallhlutfallið ákaflega hátt. Töluverðar umræður hafa spunnist um þetta í lokuðum Facebook-hópi verðandi bókara og ein kona sem þreytti prófið árið 2016 skrifar:

„Ég hef verið að velta því fyrir mér síðan ég sá meðaleinkunnina á þessu sjúkraprófi fyrir raunhæfa verkefnið, reyndar eftir öll prófin, hvernig standi á því að það sé ásættanlegt hjá skólunum og prófanefndinni að það sé svona mikið fall og að meðaleinkunnin sé svona lág í þessu námi. Sérstaklega þar sem meðalaldurinn í þessum hópi sem fer i þetta nám er örugglega yfir 40 ára. Ég er sannfærð um að allir sem eru að skrá sig í þetta nám eru að því til að læra og koma út sem sterkari einstaklingar í vinnunni og að fá smá ögrun fyrir toppstykkið og jafnvel að hafa svolítið gaman með. Það var allavega minn tilgangur. Þetta nám er ekki gefins og enginn er að fara í það til að falla. Í minni vinnu hefur það sem ég lærði í skólanum komið að miklu gagni en að sama skapi hefur ekkert varðandi prófin nýst þar. Eins og ég sé þetta þá erum við öll þokkalega vel gefið fólk sem skildum námið en aðeins minnihlutinn sem fattaði klækjabrögðin hjá þessari prófanefnd, sem koma í raun þessu námi ekki við. Margir jafnvel búnir með háskólanám, sem þetta er ekki. Ég er nú engin dramadrottning en því miður þá er ég búin að vera reið síðan 10. des., en vona að það gangi yfir þegar við erum búnar að senda inn þetta bréf til Umboðsmanns Alþingis og fá lagfæringu á þessari hringavitleysu því ég vil að þetta nám fái til baka þann tilgang sem það hafði þegar þetta var sett á fót, en sé ekki þetta monster sem þessi prófanefnd er búin að búa til og prjóna utanum.

Í þessu bréfi sem við fengum í dag töluðu þau um að þau vildu ekki gefa neinn afslátt á þessari viðurkenningu en við erum ekki að fara fram á það, einungis að við fáum það fyrir peninginn sem við borguðum og að skólarnir fái allavegana að sjá síðustu próf þannig að þeir geti hagað kennslu í samræmi við þau og að við fáum að fara almennilega yfir prófin á prófasýningu því þessi prófasýning er fyrir nemandann en ekki prófanefnd. Það væri líka mjög gott að starfið verði skilgreint og að námið/prófin séu í samræmi við það, því það eru hlutir þarna inni sem hafa ekkert með starf bókara að gera.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum