fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Stærsti Facebook-hópur Íslands snýst gegn skapara sínum – „Það er heldur betur munur á Jóni og séra Jóni“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 13:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Frank Höybye, stjórnandi og stofnandi hópsins Brask og brall, hafi verið tekinn í bakaríið af meðlimur hópsins á dögunum. Frank birti á mánudaginn sérstaka tilkynningu, sem fær meiri hljómgrunn en venjuleg færsla, þar sem hann gagnrýndi harðlega fyrirtækið Parki. Ekki leið þó að löngu þar til hann var sakaður um að misnota aðstöðu sína sem og að leyfa sér eitthvað sem hann bannaði öðrum.

Tilkynning Franks hljóðaði svo: „Varúð !!! Kæru Brask og Brallarar að gefnu tilefni ætla ég að vara ykkur við fyrirtækinu Parki ehf (Bitter ehf) sem að er staðsett á Dalveigi í kópavogi, en þetta fyrirtæki hefur valdið bæði mér og öðrum sem að ég veit um miklu tjóni og hafa eigendur Parka nákvæmlega engan áhuga á að laga það. Svona fyrirtæki skal varast…“

Nú hafa verið skrifaðar um 180 athugasemdir og flest allar eru gagnrýnar á Frank. Sumir segja jafnvel að Parki gæti ekki fengið betri auglýsingu. Athugasemd Brynju nokkurrar fær þó langflest læk, eða á fjórða hundrað. Hún birtir skjáskot af samtali hennar og Franks þar sem hann segir henni að Brask og brall sé ekki vettvangur fyrir gagnrýni á fyrirtæki.

„Sæll Frank. Langar að benda þér á nokkur orð sem þú sagðir við mig fyrir stuttu síðan. Það er heldur betur munur á Jóni og séra Jóni,“ skrifar hún og birtir myndina sem má sjá hér fyrir neðan. Frank bregst við þessu fyrst með broskalli með geislabaug en bætir svo við: „Ég á þetta ég má þetta“

Sumir koma Parka til varnar en meint hræsni Frank virðist fara mest í taugarnar á almenningi. „Ég ætla að segja að brask og brall er fín siða. En. Frank þú sem stofnandi siðunnar átt að gæta jafnræðis. Ef þú setur reglu og fjarlægir annarra manna pósta um aðvaranir og annað þá hlýturðu að sjá sóma þinn i að eyða þessu innleggi þínu þar sem þú ert að gera nákvæmlega það sama og aðrir sem þú hefur bannað slíkt hið sama? Nú kemur bara i ljós hvernig mann þú hefur að geyma,“ skrifar Haddi nokkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Rekinn frá Liverpool
Fréttir
Í gær

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla
Fréttir
Í gær

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Í gær

Leigði ferðamanni tjónaðan bíl og lét hann borga viðgerð

Leigði ferðamanni tjónaðan bíl og lét hann borga viðgerð
Fréttir
Í gær

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakamál ársins III: Mannslát á Kársnesi, lögmaður í einangrun, kynferðisbrot gegn börnum, nauðgari handtekinn á Heimildinni

Sakamál ársins III: Mannslát á Kársnesi, lögmaður í einangrun, kynferðisbrot gegn börnum, nauðgari handtekinn á Heimildinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“