fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Geðhjálp sakar Neyðarlínuna um fordóma í garð konu sem lést eftir átök við lögreglumenn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 15:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geðhjálp hefur hefur birt ályktun vegna máls Heklu Linda Jónsdóttur sem lést eftir átök við lögreglumenn í fyrra en þeir höfðu afskipti af henni er hún var í geðrofsástandi. Í umfjöllun um málið hefur aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunar fullyrt að öllum verkferlum hafi verið fylgt þegar ákveðið var að senda ekki sjúkraflutningamenn á staðinn heldur aðeins kalla eftir lögreglu. Geðhjálp gerir alvarlegar athugasemdir við þessi ummæli. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar er Grímur Atlason en ályktunin er eftirfarandi:

„Í kjölfarið á andláti ungrar konu í geðrofsástandi, sem fréttaskýringaþátturinn Kompás fjallaði um í vikunni, sendir stjórn Geðhjálpar frá sér eftirfarandi ályktun:

Geðrof er grafalvarlegt ástand og einstaklingur í slíku ástandi þarfnast hjálpar heilbrigðisstarfsmanna eins fljótt og auðið er. Orsakir geðrofs geta verið margvíslegar svo sem þunglyndi, flogaveiki, áfengis – og vímuefnaneysla, svefnskortur, elliglöp, heilaæxli og margt fleira. Einstaklingar í geðrofi eiga það hins vegar allir sameiginlegt að þurfa á hjálp að halda og það sem allra fyrst. Það skýtur því skökku við að heyra aðstoðarframkvæmdastjóra Neyðarlínunnar fullyrða það að öllum verkferlum hafi verið fylgt þegar ákveðið var að senda ekki sjúkraflutningamenn á staðinn þegar neyðarkall barst vegna ungrar konu í geðrofi heldur aðeins kalla eftir lögreglu: „Þarna í miklu partýástandi og miklum æsingi frá mörgum þá er þetta rétta niðurstaðan.“ Þetta sjónarmið lýsir miklum fordómum gagnvart ákveðnum hópi í samfélaginu, sem birtist m.a. í þessari mismunun, og veldur það stjórn Geðhjálpar miklum áhyggjum.

Atvikalýsing og skýrsla réttameinafræðings bendir einnig til þess að lögregluþjónar noti aðra verkferla en t.d. sérþjálfað starfsfólk geðsviðs LSH og sjúkraflutningafólk gerir þegar beita þarf einstakling nauðung við ákveðnar aðstæður. Þá telur stjórn Geðhjálpar einnig grafalvarlegt ef rétt er að starfsfólk Neyðarlínu treysti á mat einstaklinga í „partýástandi“ þegar kemur að heilbrigðisástandi sjúklings.

Stjórn Geðhjálpar fer fram á það að óháðir aðilar verði fengnir til að taka út matsmeðferð og verkferla Neyðarlínunnar þannig að borgarar landsins geti treyst því að ekki sé farið í manngreinarálit og þegar óskað er eftir aðstoð í neyð. Stjórn Geðhjálpar fer einnig fram á það að verkferlar lögreglu verði teknir til endurskoðunar og að allir lögreglumenn fái þjálfun og kennslu í því að fást við einstaklinga í geðrofsástandi.

Fyrir hönd stjórnar Geðhjálpar,

Grímur Atlason
Framkvæmdastjóri Geðhjálpar“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“