fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Margir spyrjast fyrir um íslenskar konur í sendiráði Íslands í Moskvu

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 20. janúar 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sendiráð Íslands í Moskvu brá á það ráð í morgun að birta sérstaka tilkynningu þess efnis að útlendingar fá ekki greitt sérstaklega fyrir að kvænast íslenskum konum.

Tilkynningin birtist á Facebook-síðu sendiráðsins í morgun og vakti talsverða athygli. DV lék forvitni á að vita hvað varð til þess að sendiráðið ákvað að birta umrædda tilkynningu.

„Þetta er gamall draugur sem er aftur kominn á kreik,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við DV.

„Þessi saga hefur af og til farið á kreik um að íslensk stjórnvöld hafi sett einhverskonar lög eða reglugerð um að erlendum karlmönnum sé borgað fyrir að koma til Íslands og kvænast íslenskum konum,“ segir Sveinn en þeir oftast verið sagðir fá fimm þúsund Bandaríkjadali, rúmar 600 þúsund krónur.

„En nú þegar þetta er komið aftur á kreik er búið að hækka upphæðina í tíu þúsund evrur,“ segir Sveinn en það eru tæplega 1,4 milljónir króna. Sveinn segir að sendiráðið hafi fengið þó nokkrar fyrirspurnir að undanförnu hvort þetta sé rétt. „Það eru nokkur símtöl og um helgina held ég að hafi komið sjö tölvupóstar,“ segir hann.

Árið 2016 var fyrst greint frá því að stjórnvöld hér á landi greiddu erlendum mönnum sérstaklega fyrir að kvænast íslenskum konum. Var það sagt vera vegna skorts á karlmönnum á Íslandi. Þetta er vitanlega úr lausu lofti gripið en allar götur síðan hefur reynst erfitt að kveða þennan orðróm í kútinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

FÍF boðar til yfirvinnubanns

FÍF boðar til yfirvinnubanns
Fréttir
Í gær

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi