fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Kærkominn sigur gegn Portúgal

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 19. janúar 2020 14:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland vann stórgóðan sigur á Portúgal á EM í handbolta í dag, 28:25. Portúgalar hafa spilað frábærlega á mótinu og meðal annars lagt Frakka og Svía að velli. Þetta er því mjög góður sigur og Ísland komið á blað í milliriðli.

Íslendingar voru með yfirburði framan af leik og komust í 7-1. Portúgalar söxuðu á forskotið en staðan í hálfleik var 13:14 fyrir Ísland.

Síðari hálfleikurinn var jafn en Ísland hafði ávallt frumkvæðið.

Janus Daði Smárason var markhæstur með 8 mörk,  Guðjón Valur, Alexander Peterson og Aron Pálmarsson skoruðu 5 mörk hver.

Björgvin Páll varði 12 skot í markinu og átti nokkuð góðan leik.

Framundan eru leikir gegn Norðmönnum og Svíum. Möguleiki á ólympíusæti er enn fyrir hendi.

Ísland leikur við Noreg á þriðjudag kl. 17:15.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi