fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Guðleysingi segir prestssyninum til syndanna – „Hvort sem hún er kristin, and-kristin, nýaldartengd eða jafnvel satanísk“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 17. janúar 2020 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiftúðlegar árásir á þjóðkirkjuna í nafni umburðarlyndis og víðsýni eru því oftast til marks um hvorugt.“

Þetta segir hagfræðingurinn og stjórnmálamaðurinn Þórlindur Kjartansson í pistli sem ber nafnið Hengjum alla öfgamenn, sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Þar fjallar hann um stöðu kirkjunnar á Íslandi í dag, þá sérstaklega stöðu kristinfræði í skólum. Hann segir málflutningur þeirra sem gagnrýna kirkjuna einkennast af trúarlegri heft, en pistillinn fjallar mikið um hættu rétttrúnaðar.

„Að sjálfsögðu hefur það haft áhrif á íslenskt samfélag að ekki sé lengur kennd kristinfræði í skólum. Sum áhrifin af því eru góð, önnur slæm—og fyrir suma er þetta góð breyting en fyrir aðra verri. Það er ekki nema hjá allra heittrúaðasta fólkinu sitt hvorum megin umræðunnar sem ekki blasir við hið augljósa að svörin eru ekki svört eða hvít.

Þeir sem tortryggja kirkjuna sem mest (einkum þá sem þeir telja sig þekkja skást, sína eigin) eiga það til að fjalla um hana af ákefð sem best er lýst sem trúarlegri heift. En ástæða þess að hugtakið trúarleg heift er svo auðskilið er einmitt að það er því miður oft einkenni á trúarlegri sannfæringu—hvort sem hún er kristin, and-kristin, nýaldartengd eða jafnvel satanísk—að trúin sjálf, hefðirnar og ritúalið eru ekki lengur stuðningsstafur sem styður við fólk þegar þörf er á, heldur refsivöndur sem notaður er til þess að berja á þeim sem ekki hafa enn „séð ljósið“—hvað svo sem „ljósið“ er.“

Matthías Ásgeirsson, einn stofnandi Vantrúar og þekktur guðleysingi er ansi ósammála Þórlindi, en hann bendir á vankanta pistilsins á Twitter. Matthías, sem kallar Þórlind prestsson, segir að kristinfræði sé ennþá kennd í skólum bara undir öðru nafni.

Matthías gagnrýnir Þórlind sérstaklega vegna orða hans um að kirkjan geri meira gott en vont þegar á heildina sé litið. Matthías bendir á að kirkjan sé nefnilega ekki ókeypis og segir að hún komi oft í veg fyrir aðrar framkvæmdir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Segir flugöryggi ógnað

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela
Fréttir
Í gær

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“